Fjöldi manns á borgarafundi SÁÁ

Fjöldi manns á borgarafundi SÁÁ Fjöldi manns sótti borgarafund SÁÁ sem haldin var í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Forsvarsmenn SÁÁ hafa verið

Fréttir

Fjöldi manns á borgarafundi SÁÁ

Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi

Fjöldi manns sótti borgarafund SÁÁ sem haldin var í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Forsvarsmenn SÁÁ hafa verið að fara víðsvegar um landið og efla tengslin við landsbyggðina

Dagskráin þar hófst með því að Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi og okkar helsti sérfræðingur í fíknsjúkdómum hélt áhugaverðan fyrirlestur um alkahólista þar sem hann fór á kostum og lét engan ósnortin í salnum.  

Síðan tók til máls Kristín Sigurjónsdóttir frá Siglufirði og ræddi hún um persónulega reynslu sína af alkaholisma og meðferðar á Vogi. Einnig fræddi hún áheyrendur um mikilvægi Þjónustu SÁÁ á Akureyri þar sem fram fer mikilvæg starfsemi fyrir alkahólista jafn sem aðstandendur.

Þá mælti Arnþór Jónsson formaður SÁÁ og kynnti hann viðamikla starfsemi SÁÁ og ræddi hvað stuðningur almennings er félaginu mikilvægur til að starfsemin haldist á þessum öflugu nótum. Hann ræddi um fjármál SÁÁ og sagði áheyrendum frá þeim eignum sem félagið hefur komið sér upp með elju, dugnaði og ómetanlegum stuðning almennings.


Einar Már Guðmundsson rithöfundur 

Síðan hóf Einar Már Guðmundsson okkar margverðlaunaði rithöfundur að lesa upp úr bókmenntaverkum sínum. Má þar upp telja kafla úr Englum alheimsins og Rimlum hugans þar sem hann vísað sérstaklega til alkaholisma. Náði hann salnum vel með sínum snilldarlestri og heyrðust oft á tíðum miklar hlátursgusur frá áheyrendum. 


Arnþór Jónsson formaður SÁÁ spilar á selló við undirleik Ave Kara Tonisson

Síðan var áheyrendum boðið upp á tónlist, Rúnar Freyr Gíslason leikari og verkefnastjóri hjá SÁÁ söng lag með píanóundirleik Arnþórs Jónssonar og síðan spilaði Arnþór Jónsson formaður SÁÁ á selló með píanóundirleik Ave Kara Tonisson.

Áheyrendum var boðið upp á það í lokin að spyrja spurninga og voru allnokkrir sem nýttu sér það. Fundinum stjórnaði hinn galvaski Rúnar Freyr Gíslason leikari og verkefnastjóri hjá SÁÁ og fórst honum það vel úr hendi. 


Salurinn í Tjarnarborg var þétt setinn, um 100 manns mættu

Greinilegt var að málefnið átti hug allra á fundinum og eitt er víst að áheyrendur fóru heim mun fróðari um sjúkdóminn alkahólisma og þau úrræði sem í boði er til að fyrir okkur íslendinga með tilkomu SÁÁ.


Rúnar Freyr Gíslason leikari og verkefnastjóri hjá SÁÁ

Lokaorðin eru höfð eftir Rúnari Frey. "Allir hafi kynnst alkóhólisma í einhverri mynd, annað hvort sem sjúklingar eða aðstandendur. „Alkóhólisminn er því miður mjög algengur sjúkdómur. Til dæmis hafa rúmlega 10% íslenskra karla eldri en 15 ára lagst inn á sjúkrahúsið Vog, hugsið ykkur það. Það þekkja þess vegna allir einhvern sem hefur orðið sjúkdómnum að bráð og alkóhólistinn hefur áhrif á allt sitt umhverfi, á maka, börn, vini og ættingja og á vinnustað.  Aðstandendur hafa t.d. sagt okkur eftir fundina að þeir skilji betur hvað við er að eiga. Það er einmitt tilgangurinn, með örlítilli skemmtun í bland.  Reynslan sýnir að þó útlitið sé ekki alltaf gott í augnablikinu er alltaf von. Því má aldrei gleyma.“


Kristín Sigurjónsdóttir frá Siglufirði


Vilmundur Ægir Eðvarðsson og Rúnar Freyr 


Fylgst með fyrirlestri Þórarins Tyrfingssonar


Hin mikla baráttukona um alkahólisma Guðrún Árnadóttir í ræðupúlti


Arnþór Jónsson formaður SÁÁ


Sigmundur Agnarsson áheyrandi steig í ræðupúlt 


Arnþór Jónsson formaður SÁÁ og sellóleikari

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Guðný Ágústdóttir 


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst