Fjörugt ættarmót

Fjörugt ættarmót Helgina 26 - 28 júní var hér samankomin ætt sem oft var nefnd skipsstjóraættin. Sólveig ættmóðir og móðir Jóns Guðjónssonar skipstjóra

Fréttir

Fjörugt ættarmót

Ættingjar í kleinukaffi við Grundargötu
Ættingjar í kleinukaffi við Grundargötu

Helgina 26 - 28 júní var hér samankomin ætt sem oft var nefnd skipsstjóraættin. 
Sólveig ættmóðir og móðir Jóns Guðjónssonar skipstjóra átti að minnsta kosti 2 syni í viðbót sem voru skipstjórar.

En við skulum halda okkur við afkomendur Jóns Guðjónssonar og konu hans Báru Arngrímsdóttur en þau bjuggu lengst af á efri hæð hússins við Laugarveg 10 með öll sín 8 börn.

Það var oft þröngt á þingi en alltaf var þar stórt hjartarími og mikið hlegið og brasað hjá þessum stóra barnaskara.

Kjallarinn var leigður út en þar bjuggum um tíma afi og amma undirritaðs, þau Pétur Baldvinsson sjómaður og leikari og Mundína Sigurðardóttir frá Vatnsenda í Héðinsfirði.

Jón var þekktur sem bæði skipstjóri og útgerðarmaður hér á Siglufirði og á Ólafsfirði og bjó einnig öll fjölskyldan þar um tíma.

Hér fyrir neðan er mynd af öllum 8 systkinunum samankominn í kleinukaffi á horni Eyrargötu og Grundargötu.

Börn Jóns Guðjónssonar og Báru Arngrímsdóttur í aldursröð frá hægri til vinstri: Arngrímur Jónsson, Guðjón Jónsson, Solveig Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ómar Jónsson, Hugrún Jónsdóttir og síðastir í röðinni eru þar tvíburarnir Örn Jónsson og Már Jónsson.

Undirritaður fylgdist með þessu fríða hóp á laugardeginum í sól og blíðu en þau fóru göngu um bæinn og heimsókn í gamla kirkjugarðinn og síðan var safnast saman í kleinukaffi og límonaði á Grundargötunni í boði Sigurlaugar Guðjónsdóttur (Sillu Gutta) og Þóris (ÞÓR) Stefánssonar en þau hjónin hafa nýlega eignast þetta stóra hús og eru núna að gera það upp að utan og innan. 

Hópurinn kemur gangandi í halarófu niður Eyrargötuna. Myndin er ekki skökk, það er Áfengisverslun ríkisins sem hallar mjög svo í bakgrunninum.

Daði Arngrímsson (sonur Adda skipsstjóra og Maddýjar) hvílir sig ásamt lítilli sætri afastelpu á Torginu meðan allir hinir fara upp í kirkjugarð. Daði var pínu slappur eftir góðan vina fund kvöldið áður.

Kleinukaffi og límonaði við Grundargötuna, það glittir í gamlan jeppa í fólkhafinu, en hann heitir Halli Þór og teyngdur þessari ætt svona á ská gegnum konuna hans Þóris Stefánssonar.

Halli Þór vildi endilega vera með á þessu ættarmóti, enda nýuppgerður og flottur.

Sjá einnig fréttina: Sterkar konur æfa Cross Fitt sem tengist þessu húsi.

Myndir og texti:
Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími 842 - 0089
 


Athugasemdir

14.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst