Flís-tríóið á sumartónleikum á Siglufirði

Flís-tríóið á sumartónleikum á Siglufirði Þjóðlagasetur og Síldarminjasafnið standa fyrir sumartónleikum í Bátahúsinu í sumar.

Fréttir

Flís-tríóið á sumartónleikum á Siglufirði

Þjóðlagasetur og Síldarminjasafnið standa fyrir sumartónleikum í Bátahúsinu í sumar.
Fyrstu tónleikarnir verða laugardaginn 11. júlí kl. 20.30 með Flís-tríóinu. Það er skipað Davíð Þór Jónssyni á píanó, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni á bassa og Helga Svavari Helgasyni á trommur. Tríóið hefur ekki komið fram í nokkurn tíma og því er tónleika þeirra félaga á Siglufirði beðið með mikilli óþreyju. Tríóið kom um tíma árlega fram á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og vakti þá jafnan mikla athygli fyrir frumlegan tónlistarflutning.
Flís-tríóið var stofnað árið 1998 þegar þeir Davíð, Valdi og Helgi kynntust í Tónlistarskóla F.Í.H. Í fyrstu léku þeir hefðbundinn jazz af kappi en fljótlega fóru þeir félagar að blanda hinum ýmsu stílum og stefnum inn í tónlist sína. Má segja að hinir ólíklegustu hlutir séu soðnir saman í eina risastóra og matarmikla hljóðsúpu. Árið 2005 gaf tríóið út plötuna Vottur með lögum sem Haukur Morthens gerði vinsæl. Síðar komu út tvær tónleikaplötur: Live at Kaffi Hljómalind og Live at Rvk Jazzfestival with Liudas Mockunas.
Miðasala er við innganginn. Aðgangseyrir kr. 2000.



Athugasemdir

21.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst