Flott sýning Fjögurra kátra kvenna

Flott sýning Fjögurra kátra kvenna Fjórar kátar konur, þær Anna Kristinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Hugljúf Sigtryggsdóttir og Kristín A.

Fréttir

Flott sýning Fjögurra kátra kvenna

Fjórar kátar konur ásamt Önnu Ríkharðs
Fjórar kátar konur ásamt Önnu Ríkharðs

Fjórar kátar konur, þær Anna Kristinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Hugljúf Sigtryggsdóttir og  Kristín A. Friðriksdóttir sýndu í gær  Rauðhettu og úlfinn í Bláa húsinu við Rauðkutorg á Siglufirði. 

Leikskýninginn var afrakstur leiklistarnámskeiðs á vegum Símeyjar - Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
Sýningin heppaðist mjög vel og hlaut góðar viðtökur áhorfenda.  Að sýningu lokinni gafst áhorfendum kostur á að spyrja þátttakendur spurninga. Var m.a. spurt um upplifun þátttakenda á því að taka þátt í svona uppfærslu.  Svöruðu allir þátttakendur því til að þetta hefði gefið þeim mjög mikið og allt námskeiðið hefði verið mjög skemmtilegt.  Það skilaði sér í flottri sýningu hjá þeim "Fjóru kátu konum" í dag. 
Leiðbeinandi og leikstjóri var Anna Ríkharðsdóttir.
 
 
Kristín Friðriksdóttir lék tvö hlutverk í sýningunni. Hér er hún í hlutverki mömmu Rauðhettu.
 

Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst