Flott sýning Fjögurra kátra kvenna
sksiglo.is | Almennt | 03.12.2014 | 09:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 394 | Athugasemdir ( )
Fjórar kátar konur, þær Anna Kristinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Hugljúf Sigtryggsdóttir og Kristín A. Friðriksdóttir sýndu í gær Rauðhettu og úlfinn í Bláa húsinu við Rauðkutorg á Siglufirði.
Leikskýninginn var afrakstur leiklistarnámskeiðs á vegum Símeyjar - Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar.
Sýningin heppaðist mjög vel og hlaut góðar viðtökur áhorfenda. Að sýningu lokinni gafst áhorfendum kostur á að
spyrja þátttakendur spurninga. Var m.a. spurt um upplifun þátttakenda á því að taka þátt í svona uppfærslu.
Svöruðu allir þátttakendur því til að þetta hefði gefið þeim mjög mikið og allt námskeiðið hefði verið
mjög skemmtilegt. Það skilaði sér í flottri sýningu hjá þeim "Fjóru kátu konum" í dag.
Leiðbeinandi og leikstjóri var Anna Ríkharðsdóttir.
Kristín Friðriksdóttir lék tvö hlutverk í sýningunni. Hér er hún í hlutverki mömmu Rauðhettu.
Athugasemdir