Flottur sigur hjá stelpunum

Flottur sigur hjá stelpunum Stelpurnar í 4. flokki KS/Leifturs tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmótins með glæstum sigri á Völsungi.

Fréttir

Flottur sigur hjá stelpunum

4. Flokkur KS/Leifturs. Ljósmynd: Gunnlaugur Guðleifsson
4. Flokkur KS/Leifturs. Ljósmynd: Gunnlaugur Guðleifsson
Stelpurnar í 4. flokki KS/Leifturs tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmótins með glæstum sigri á Völsungi.


Stúlkurnar unnu sannfærandi sigur á Völsungi 7-2 á Hólsvelli í gærkvöldi. Með þessum sigri unnu stúlkurnar sér rétt til þess að leika í úrslitakeppni Íslandsmótsins.

Liðsheild stúlknanna var frábær í þessum leik en að öðrum ólöstuðum má segja að varnarjaxlinn Helga Eir hafi verið maður leiksins.

Stúlkurnar okkar eru búnar að gera það gott í sumar og er skemmst að minnast vel heppnaðari ferð þeirra  á Gothiacup fyrrí sumar, þar sem leikið var um sæti í 8 liða úrslitum.

 


Athugasemdir

15.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst