Flottur sigur hjá stelpunum
sksiglo.is | Íþróttir | 27.08.2010 | 00:01 | Bergþór Morthens | Lestrar 1026 | Athugasemdir ( )
Stelpurnar í 4. flokki KS/Leifturs tryggðu sér sæti í úrslitum Íslandsmótins með glæstum sigri á Völsungi.
Stúlkurnar unnu sannfærandi sigur á Völsungi
7-2 á Hólsvelli í gærkvöldi. Með þessum sigri unnu stúlkurnar sér rétt til þess að leika í
úrslitakeppni Íslandsmótsins.
Liðsheild stúlknanna var frábær í þessum leik en
að öðrum ólöstuðum má segja að varnarjaxlinn Helga Eir hafi verið maður
leiksins.
Stúlkurnar okkar eru búnar að gera það gott í sumar og er skemmst að minnast vel heppnaðari ferð þeirra á Gothiacup fyrrí sumar, þar sem leikið var um sæti í 8 liða úrslitum.
Athugasemdir