FLUG OG FRAMKVÆMDIR

FLUG OG FRAMKVÆMDIR Nú er unnið af fullum krafti við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu ofan við miðbæ Siglufjarðar. Þyrla er nú að fljúga

Fréttir

FLUG OG FRAMKVÆMDIR

ÞYRLA FLÝGUR MEÐ STEINSTEYPU UPP Í FJALL
ÞYRLA FLÝGUR MEÐ STEINSTEYPU UPP Í FJALL

Nú er unnið af fullum krafti við uppsetningu snjóflóðastoðvirkja í Hafnarhyrnu ofan við miðbæ Siglufjarðar.

Þyrla er nú að fljúga með steinsteypu í undirstöður flóðastoðvirkjana og síðan verður flogið með sjálf storðvirkinn.

Þessi vinna verður í gangi daglega frá og með 9 júlí til og með 17 júlí.

Tjaldstæðinu við Stórabola verður lokað á meðan (Sjá frétt á heimasíðu Fjallabyggðar hér) á þessum framkvæmdum stendur enda stafar mikil hætta af þessum þungaflutningum í loftinu.

Forðast er að fljúga yfir byggð en ekki er hægt að komast hjá því að fara yfir tjaldsæðarsvæðið.

Þyrluflug með steinsteypu frá gamla flugvellinum

Myndir og Texti: Jón Ólafur Björgvinsson
Fréttasími: 842-0089 


Athugasemdir

03.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst