Flugvélar á Íslandi 2008
sksiglo.is | Frétta yfirflokkur | 11.12.2008 | 00:01 | | Lestrar 266 | Athugasemdir ( )
Baldur Sveinsson, flugvélaljósmyndari með meiru, afhenti samgönguráðherra Kristjáni L Möller fyrsta eintak
nýrrar bókar um Flugvélar á Íslandi 2008 við athöfn hjá Flugklúbbnum Þyt í Fluggörðum á
Reykjavíkurflugvelli á dögunum.
Þakkaði ráðherra fyrir sig og sagði ánægjulegt að fá nú öðru sinni bók eftir Baldur með flugvélamyndum enda væru flugsamgöngur einn hornsteina samgöngukerfis landsins og grasrótin í fluginu hefði alltaf verið því mikilvæg.
Um leið fagnaði hann niðurstöðu nýlegrar skoðanakönnunar um Reykjavíkurflugvöll þar sem meirihluti svarenda vildi völlinn áfram á sínum stað.
Hér f. neðan er smá texti um bók Baldurs Sveinssonar.
“Miðvikudaginn 3. desember kl. 15.00 kom út bókin FLUGVÉLAR 2008 eftir Baldur Sveinsson. Hún er 120 blaðsíður í A4 langbroti og inniheldur 152 ljósmyndir sem allar voru teknar á árinu 2008.
Hér gefur að sjá grasrótina í íslenska einkafluginu, svipmyndir frá flugdögum sumarsins og fjölskylduflugmótum í sveitaumhverfi.
Einnig eru myndir frá komum frægra erlendra gestavéla eins og t.d. Boeing B-17 Fljúgandi virki yfir Suðurlandi.
Myndir frá umdeildri loftrýmisgæslu Frakka og loftvarnaræfingunni Norður Víkingur 2008 eru einnig í bókinni svo og myndir frá frægri komu silfurliðsins í handbolta þegar Boeing 757 vélin gerði einstakt yfirflug áður en hún lenti með liðið á Reykjavikurflugvelli.
Höfundur gefur bókina út sjálfur og fæst hún.í stærstu verslunum Bónus í Reykjavík og Akureyri ásamt flestum verslunum Pennans Eymundsson.
Frá Baldri kom í fyrra út bókin ,,FLUGVÉLAR Á OG YFIR ÍSLANDI" en hún er nú uppseld.
Kynning á bókinni var í flugskýli Þyts í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Kristján L. Möller samgönguráðherra var viðstaddur og veitti fyrstu bókinni viðtöku.
Þá er hér Kristján ásamt þremur körlum sem tengdust síldarleit með flugi kringum 1948-49 frá Miklavatni í Fljótum. Þeir eru með mynd af Stinson Reliant flugvél sem notuð var og Dagfinnur Stefánsson var einn flugstjóra og flugvirkjarnir (sem heldur á myndinni) Hörður Eiríksson (lengst til vinstri) og Jón H. Júlíusson (á milli þeirra tveggja) sáu um að vélin gengi.
Flogið var um nokkurra vikna skeið á hverju sumri þessi árin, 6-7 tíma ferðir, þar sem vélin var hlaðin bensíni í aftursætum og flugmaður og einn farþegi skimuðu eftir síld.
Jóhannes Tómasson
Þakkaði ráðherra fyrir sig og sagði ánægjulegt að fá nú öðru sinni bók eftir Baldur með flugvélamyndum enda væru flugsamgöngur einn hornsteina samgöngukerfis landsins og grasrótin í fluginu hefði alltaf verið því mikilvæg.
Um leið fagnaði hann niðurstöðu nýlegrar skoðanakönnunar um Reykjavíkurflugvöll þar sem meirihluti svarenda vildi völlinn áfram á sínum stað.
Hér f. neðan er smá texti um bók Baldurs Sveinssonar.
“Miðvikudaginn 3. desember kl. 15.00 kom út bókin FLUGVÉLAR 2008 eftir Baldur Sveinsson. Hún er 120 blaðsíður í A4 langbroti og inniheldur 152 ljósmyndir sem allar voru teknar á árinu 2008.
Hér gefur að sjá grasrótina í íslenska einkafluginu, svipmyndir frá flugdögum sumarsins og fjölskylduflugmótum í sveitaumhverfi.
Einnig eru myndir frá komum frægra erlendra gestavéla eins og t.d. Boeing B-17 Fljúgandi virki yfir Suðurlandi.
Myndir frá umdeildri loftrýmisgæslu Frakka og loftvarnaræfingunni Norður Víkingur 2008 eru einnig í bókinni svo og myndir frá frægri komu silfurliðsins í handbolta þegar Boeing 757 vélin gerði einstakt yfirflug áður en hún lenti með liðið á Reykjavikurflugvelli.
Höfundur gefur bókina út sjálfur og fæst hún.í stærstu verslunum Bónus í Reykjavík og Akureyri ásamt flestum verslunum Pennans Eymundsson.
Frá Baldri kom í fyrra út bókin ,,FLUGVÉLAR Á OG YFIR ÍSLANDI" en hún er nú uppseld.
Kynning á bókinni var í flugskýli Þyts í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Kristján L. Möller samgönguráðherra var viðstaddur og veitti fyrstu bókinni viðtöku.
Þá er hér Kristján ásamt þremur körlum sem tengdust síldarleit með flugi kringum 1948-49 frá Miklavatni í Fljótum. Þeir eru með mynd af Stinson Reliant flugvél sem notuð var og Dagfinnur Stefánsson var einn flugstjóra og flugvirkjarnir (sem heldur á myndinni) Hörður Eiríksson (lengst til vinstri) og Jón H. Júlíusson (á milli þeirra tveggja) sáu um að vélin gengi.
Flogið var um nokkurra vikna skeið á hverju sumri þessi árin, 6-7 tíma ferðir, þar sem vélin var hlaðin bensíni í aftursætum og flugmaður og einn farþegi skimuðu eftir síld.
Jóhannes Tómasson
Athugasemdir