Flugvélar á Íslandi 2008

Flugvélar á Íslandi 2008 Baldur Sveinsson, flugvélaljósmyndari með meiru, afhenti samgönguráðherra Kristjáni L Möller fyrsta eintak nýrrar bókar um

Fréttir

Flugvélar á Íslandi 2008

Bókin afhent
Bókin afhent
Baldur Sveinsson, flugvélaljósmyndari með meiru, afhenti samgönguráðherra Kristjáni L Möller fyrsta eintak nýrrar bókar um Flugvélar á Íslandi 2008 við athöfn hjá Flugklúbbnum Þyt í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli á dögunum.

Þakkaði ráðherra fyrir sig og sagði ánægjulegt að fá nú öðru sinni bók eftir Baldur með flugvélamyndum enda væru flugsamgöngur einn hornsteina samgöngukerfis landsins og grasrótin í fluginu hefði alltaf verið því mikilvæg.
Um leið fagnaði hann niðurstöðu nýlegrar skoðanakönnunar um Reykjavíkurflugvöll þar sem meirihluti svarenda vildi völlinn áfram á sínum stað.



Hér f. neðan er smá texti um bók Baldurs Sveinssonar.

“Miðvikudaginn 3. desember kl. 15.00 kom út bókin FLUGVÉLAR 2008 eftir Baldur Sveinsson. Hún er 120 blaðsíður í A4 langbroti og inniheldur 152 ljósmyndir sem allar voru teknar á árinu 2008.

Hér gefur að sjá grasrótina í íslenska einkafluginu, svipmyndir frá flugdögum sumarsins og fjölskylduflugmótum í sveitaumhverfi.
Einnig eru myndir frá komum frægra erlendra gestavéla eins og t.d. Boeing B-17 Fljúgandi virki yfir Suðurlandi.

Myndir frá umdeildri loftrýmisgæslu Frakka og loftvarnaræfingunni Norður Víkingur 2008 eru einnig í bókinni svo og myndir frá frægri komu silfurliðsins í handbolta þegar Boeing 757 vélin gerði einstakt yfirflug áður en hún lenti með liðið á Reykjavikurflugvelli.

Höfundur gefur bókina út sjálfur og fæst hún.í stærstu verslunum Bónus í Reykjavík og Akureyri ásamt flestum verslunum Pennans Eymundsson.

Frá Baldri kom í fyrra út bókin ,,FLUGVÉLAR Á OG YFIR ÍSLANDI" en hún er nú uppseld.

Kynning á bókinni var í flugskýli Þyts í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli. Kristján L. Möller samgönguráðherra var viðstaddur og veitti fyrstu bókinni viðtöku.



Þá er hér Kristján ásamt þremur körlum sem tengdust síldarleit með flugi kringum 1948-49 frá Miklavatni í Fljótum. Þeir eru með mynd af Stinson Reliant flugvél sem notuð var og Dagfinnur Stefánsson var einn flugstjóra og flugvirkjarnir (sem heldur á myndinni) Hörður Eiríksson (lengst til vinstri) og Jón H. Júlíusson (á milli þeirra tveggja) sáu um að vélin gengi.
Flogið var um nokkurra vikna skeið á hverju sumri þessi árin, 6-7 tíma ferðir, þar sem vélin var hlaðin bensíni í aftursætum og flugmaður og einn farþegi skimuðu eftir síld.

Jóhannes Tómasson

Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst