Föstudaginn 21. júní n.k. verður árleg sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar.

Föstudaginn 21. júní n.k. verður árleg sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar. Innsend frétt. Hin árlega sólstöðuganga verður farin föstudagskvöldið 21.

Fréttir

Föstudaginn 21. júní n.k. verður árleg sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar.

Innsend frétt.

Föstudaginn 21. júní n.k. verður árleg sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar.

Hin árlega sólstöðuganga verður farin föstudagskvöldið 21. júní. Farið verður með rútu kl. 21:30 frá Ráðhústorgi. Ekið inn að Mánárdal, gengið inn dalinn, upp í Dalaskarð og út Leirdali. Mögulega verður gengið á Hafnarhyrnuna, 687 m og svo niður í Hvanneyrarskál.  Afar skemmtileg ferð, sérstaklega ef miðnætursólin verður í aðalhlutverki.
Kjötsúpa í boði Sparisjóðs Siglufjarðar að lokinni göngu. 
Verð 1.500 kr.  
Göngutíminn er 4–5 klst. og ætti þessi ganga að henta flestum. Munið eftir nesti, góðum skóm og auðvitað góða skapinu :)
 
Nánari upplýsingar í síma 897 9707.

Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst