Föstudaginn 21. júní n.k. verður árleg sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar.
sksiglo.is | Afþreying | 21.06.2013 | 11:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 283 | Athugasemdir ( )
Innsend frétt.
Föstudaginn 21. júní n.k. verður árleg sólstöðuganga Ferðafélags Siglufjarðar.
Hin árlega sólstöðuganga verður farin föstudagskvöldið 21. júní. Farið verður með
rútu kl. 21:30 frá Ráðhústorgi. Ekið inn að Mánárdal, gengið inn dalinn, upp í Dalaskarð og
út Leirdali. Mögulega verður gengið á Hafnarhyrnuna, 687 m og svo niður í Hvanneyrarskál. Afar skemmtileg ferð,
sérstaklega ef miðnætursólin verður í aðalhlutverki.
Kjötsúpa í boði Sparisjóðs Siglufjarðar að lokinni göngu.
Verð 1.500 kr.
Göngutíminn er 4–5 klst. og ætti þessi ganga að henta flestum. Munið eftir nesti, góðum skóm
og auðvitað góða skapinu :)
Nánari upplýsingar í síma 897 9707.
Athugasemdir