Föstudagsviðtalið

Föstudagsviðtalið Að þessu sinni er það Sigurður Friðfinnur Hauksson sem er í föstudagsviðtalinu. Finni Hauks (Kibba) svaraði flestum spurningum af

Fréttir

Föstudagsviðtalið

Sigurður Friðfinnur Hauksson.
Sigurður Friðfinnur Hauksson.
Að þessu sinni er það Sigurður Friðfinnur Hauksson sem er í föstudagsviðtalinu. Finni Hauks (Kibba) svaraði flestum spurningum af samviskusemi en þó var alltaf stutt í grínið eins og honum er einum lagið.
Hvað er framundan hjá þér:

Nú það er mikið framundan, páskavertíðin, prófkjör, árshátíð hjá Samkaup Úrval um aðra helgi, sömu helgi og Goðamótið á Akureyri hjá dóttirinni þannig að það hentar mjög vel og ég var að uppgvöta að Fílapenslarnir eru 30 ára þannig að það er aldrei að vita hvað skeður.


Hefur þú hugsað þér að taka fram takkaskóna að nýju:

Ég held að það væri óvitlaust, spurning hvort við gætum sameinast í einn gráhærðan góðan, ég með heilann og þú fæturna.


Hvernig líst þér á KS-Leiftur í sumar:

Ég held að þetta verði gott sumar hjá liðinu og að Raggi (Ragnar Haukur Hauksson) nái að setja saman hörkulið úr eldri og reyndari mönnum í bland við yngri strákana sem ég hef verið að fylgjast með á undanförnum árum, nú ef maður dregur nú fram skóna er aldrei að vita nema það verði farið upp um deild.



Hvernig líkar þér svo í nýja starfinu:

Mér finnst þetta mjög gaman, það er margt sem hefur komið á óvart og flest mjög jákvætt. Ég er til dæmis mjög ánægður með mitt starfsfólk sem er í hæsta klassa og kúnnarnir líka. Starfið er mjög lifandi þar sem maður fær að heyra bæði það sem er jákvætt og líka það sem betur má fara.

Gætir þú hugsað þér að verða þingmaður:

Nei það gæti ég ekki hugsað mér, sennilega hentar það starf ekki manni eins og mér segir Finni kíminn á svip en hugsar samt að hann yrði góður þingmaður.



Eina sögu í lokin:

Fyrsta framboðsferðin með KLM á Hvammstanga nánar til tekið í Setrinu. Það átti að vera frítt kaffi fyrir gesti fundarins en heldur voru fáir mættir svo KLM segir við mig, "bjóðum öllum uppá kleinur með kaffinu það eru hvort eð er svo fáir."  Svo byrjar fundur og allir ánægðir með kaffi og kleinur kemur þá ekki full rúta af ellilífeyrirþegum úr höfuðborginni í skemmtiferð og allir inná fundinn, engin þeirra var úr Samfylkingunni og blótuðu karlinum í sand og ösku en voru ánægð með veitingarnar. Stóðu við félagar í ströngu við að stoppa fólkið af í veitingunum segir Friðfinnur skellihlæjandi enda veitingar ætlaðar fundargestum. Fundarherferðin byrjaði sem sagt ekki vel með því að slá á puttana á eldriborgurunum úr Reykjavík.






Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst