Frábær dagur framundan í Skarðsdalnum
sksiglo.is | Íþróttir | 21.02.2010 | 07:38 | Egill Rögnvaldsson | Lestrar 556 | Athugasemdir ( )
Skíðasvæðið verður opið í dag frá kl 10-16, veður og færi er frábært í einu orði sagt, nánast logn, nýr snjór yfir öllu og hægt að púðra út um allt fjall, nú er um að gera að drífa sig í fjallið og njóta dagsins.
Svæðið er búið að vera opið í 51 dag frá 5. des og takið eftir að við erum ekki að framleiða snjó, þú skíðagestur góður ert að skíða á náttúrulegum snjó í Siglfirsku ölpunum, gestir á svæðinu í gær voru 370 manns, og gestir í þessari viku sem er að líða eru tæplega 700.
Velkomin í fjallið við tökum vel á móti þér, starfsmenn.
Athugasemdir