Frábær skemmtun
sksiglo.is | Íþróttir | 03.06.2009 | 07:00 | | Lestrar 816 | Athugasemdir ( )
Í gærkvöld fór fram leikur í Visa-Bikarnum á Hólsvelli og óhætt er að segja að spennan var mikil. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, framlengin og vítaspyrnukeppni, hvað er hægt að biðja um meira fyrir áhorfendur.
KS/Leiftur náði forustunni en Hvöt jafnaði fljótlega er skot hafnaði í varnarmanni og inn. Hvöt náði svo forustu með tveimur mörkum en með miklu harðfylgi jöfnuðu okkar menn. Vítaspyrnukeppni réði úrslitum í þessum leik, fyrsta spyrna KS/Leifturs var varin en Hvöt skoraði úr öllum sínum spyrnum en þó var hinn bráðefnilegi markvörður KS/Leifturs tvisvar mjög nálægt því að vera. Fjöldi áhorfenda mættu á völlinn og uppskáru mikla skemmtun þó svo okkar menn hafi beðið ósigur, Róm var ekki byggð á einum degi sagði einn áhorfandinn og átti þá við að nú fer fram uppbygging í liði KS/Leiftur. Ungu strákarnir eru að fá að spila og með reynslumeiri menn sér við hlið er framtíðin björt.
Myndir HÉR
KS/Leiftur náði forustunni en Hvöt jafnaði fljótlega er skot hafnaði í varnarmanni og inn. Hvöt náði svo forustu með tveimur mörkum en með miklu harðfylgi jöfnuðu okkar menn. Vítaspyrnukeppni réði úrslitum í þessum leik, fyrsta spyrna KS/Leifturs var varin en Hvöt skoraði úr öllum sínum spyrnum en þó var hinn bráðefnilegi markvörður KS/Leifturs tvisvar mjög nálægt því að vera. Fjöldi áhorfenda mættu á völlinn og uppskáru mikla skemmtun þó svo okkar menn hafi beðið ósigur, Róm var ekki byggð á einum degi sagði einn áhorfandinn og átti þá við að nú fer fram uppbygging í liði KS/Leiftur. Ungu strákarnir eru að fá að spila og með reynslumeiri menn sér við hlið er framtíðin björt.
Myndir HÉR
Athugasemdir