Framboð til Stjórnlagaþings
signysig.bloggar.is/blogg/463462/Frambod_til_Stjornlagathings | Rebel | 18.10.2010 | 13:47 | Robert | Lestrar 372 | Athugasemdir ( )
Ég býð mig
fram vegna brennandi áhuga á að hafa áhrif á stjórnskipan landsins.
Stjórnarskráin hefur að geyma grundvallarlög og er gríðarlega mikilvægt plagg í mínum huga. Endurskoðun hennar getur skipt sköpum um hvernig til tekst um endurreisn íslensks samfélags til framtíðar. Þrískipting ríkisvaldsins á að vera grundvöllur samfélagsins og valdmörk hvers aðila um sig eiga að vera skýr. Íslenskt samfélag einkennist af gríðarlega sterku framkvæmdavaldi á kostnað löggjafarvalds og jafnvel dómsvalds. Kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta þarfnast uppstokkunar.
Áhugi minn á endurskoðun stjórnarskrárinnar snýst um þessi grundvallaratriði - og að vandað verði til verka.
Stjórnarskráin hefur að geyma grundvallarlög og er gríðarlega mikilvægt plagg í mínum huga. Endurskoðun hennar getur skipt sköpum um hvernig til tekst um endurreisn íslensks samfélags til framtíðar. Þrískipting ríkisvaldsins á að vera grundvöllur samfélagsins og valdmörk hvers aðila um sig eiga að vera skýr. Íslenskt samfélag einkennist af gríðarlega sterku framkvæmdavaldi á kostnað löggjafarvalds og jafnvel dómsvalds. Kjördæmaskipan og úthlutun þingsæta þarfnast uppstokkunar.
Áhugi minn á endurskoðun stjórnarskrárinnar snýst um þessi grundvallaratriði - og að vandað verði til verka.
Athugasemdir