Framboðsfrestur að renna út
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 16.02.2009 | 07:10 | Robert | Lestrar 233 | Athugasemdir ( )
Á morgun rennur út frestur til að gefa kost á sér í forval Vinstri grænna í NA-kjördæmi. Báðir þingmenn kjördæmisins hafa þegar tilkynnt um framboð sín í tvö efstu sætin sem ágætt enda bæði vel til þess fallinn að tala máli Vinstri grænna á Alþingi. Hlynur Hallsson hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að leiða lista Vinstri grænna í kjördæminu og stefni á 1.-3. sætið. Bjarkey Gunnarsdóttir stefnir á 2. sætið, Bændurnir Þorsteinn Bergssonar og Guðbergur Elíasson virðast einnig tilbúnir að takast á við þau Steingrím og Þuríði um tvö efstu sætin eftir því sem mér skilst. Ég er hinsvegar fjarri góðu gamni norður í ballarhafi og næ lítið að fylgjast með (laglegur frambjóðandi það!). Það mun hinsvegar skýrast strax eftir helgina hverjir það eru sem hafa lýst yfir áhuga sínum á því að vera með. Sjálfur hef ég lýst yfir framboði í 2.-3. sæti, með þeim fyrirvara þó að ef þau Steingrímur J.Sigfússon og Þuríður Backman bjóðist til að leiða listann áfram, þá stefni ég ákveðið á þriðja sætið og muni ekki fara gegn þeim. Við það stend ég að sjálfsögðu. Það þarf samt engin að eiga von á símtali frá mér með ósk um stuðning. Við sjáum bara til hvernig fer.
Athugasemdir