MYNDASYRPA: Framkvæmdir út um allan fjörð

MYNDASYRPA: Framkvæmdir út um allan fjörð Miklar framkvæmdir eru í gangi núna út um allan fjörð. Fréttaritari Sigló.is fór í smá bíltúr um fjörðinn

Fréttir

MYNDASYRPA: Framkvæmdir út um allan fjörð

Verið er að laga skólplagnir og fleira við Torgið
Verið er að laga skólplagnir og fleira við Torgið

Miklar framkvæmdir eru í gangi núna út um allan fjörð. 

Fréttaritari Sigló.is fór í smá bíltúr um fjörðinn fagra og það var líf og fjör um allan bæ,
túristar á vappi, krakkar í sumarvinnuskóla, bæjarvinnu karlar að laga götur og ræsi,
menn uppi í fjalli að vinna við snjóflóðavarnir og fólk að mála og laga hús svo eitthvað sé nefnt..

Látum myndirnar og myndatextana tala.

Við suðurhlið Siglunes Gesthouse, í gamla Billaportinu er komin þessi fína aðstaða til að fá sér kaffi eða Kaldan úr krana. Þrír gluggar og hurð eru nú á suðurvegg matsalsins og er þar nú bjart og notalegt.
 

Verið er að hreinsa til í gamla Gagnfæðaskólanum áður en honum verður breytt í íbúðarhúsnæði.

 Unnið að kappi við að fegra umhverfið sunnan við Hótel Sigló.

 Vesturhlið Hótel Sigló séð frá Suðurgötu.

 Áframhaldandi vinna við snjóflóðavarnir í fjallinu norðan við Fífladal og ofan við Gimbrakletta.

 Allt þetta og meira til á eftir að fljúga upp í fjall.

Sumarvinnuskólakrakkar að fegra hornið á Suðurgötu og Lindargötu.

 Kristján Hauksson er að byggja sér sumarhús ofarlega á ásnum fyrir handan fjörð.

Við norðurenda Laugarvegs. Malbikunarvélar í hádegismat.

 Suðurendi Laugarvegs. Allt á fullu, malbikun og umhverfissnyrting. Suðurgatan verður tekin í gegn þar á eftir.

Alltaf eitthvað vesen á þessum sláttur orfum. Hafnartún 38 í bakgrunninum. 

Reitir eru að byrja og þá verða alltaf til allskonar byggingar við Alþýðuhúsið.

Vernharður Skarphéðinsson er að byggja lítið hús á lóðinni við Hafnargötu 4. Þar stóð áður hús  þeirra heiðurshjóna Jónu og Christians Ludviks Möller. (Langamma og langafi greinarhöfundar.)

Áframhaldandi vinna við hin glæsilega golfvöll í Hólsdal sem vonandi verður tilbúinn sumarið 2016.

Ofan við gamla malarvöllinn er verið að laga þetta gamla bárujárnshús. Hvanneyrarbraut 15 ? Er ekki alveg viss á götunúmerinu.

Vinna við "Salthúsið" hjá Síldarminjasafninu heldur áfram í sumar.

Gamli malarvöllurinn er núna grasi gróinn.

Aðalgatan er lokuð við Lækjargötu. Verið er að endurnýja skólplagnir og fleira í Lækjargötunni.
Neðst til vinstri á myndinni sést hinn sögufrægi Álalækur, en hvelfing án botns var steypt yfir þennan læk sem rann í gegnum alla eyrina hér áður fyrr, áður en fyllt var yfir hann og hús og götur byggð á eyrinni.
Bæjarstarfsmenn sögu að þó að þessi lausn hefði enst okkur vel þá væri nú kominn tími til að lækurinn færi í nútíma rör, það rennur skólp úr húsum í hann og svo er líka rangur halli á honum á kafla sem hefur valdið bakflæði í stórum rigningarverðrum eins og flóðið við Alþýðuhúsið í fyrra sumar.
P.S Af hverju hét þessi lækur ÁLALÆKUR? Liðaðist hann um eyrina eins og áll eða gengu álar upp í þennan læk? Einhver sem veit meira um þennan læk?

Strákur að mála austurvegginn á því sem áður var söltunarstöðin Hrímnir.

Verið að laga þakið á Rammanum, fáni Gautaborgar blaktir við hún hjá Valgeiri í Harbour House.

Fallegt hús við Suðurgötu 80 fær smá sumarupplyftingu.

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond liggur við Hafnarbryggjuna en bráðlega hefst vinna við að lagfæra Hafnarbryggjuna.

Myndir og Texti: NB
(Jón Björgvinsson)


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst