Hótel Sunna byggð innandyra
sksiglo.is | Almennt | 21.03.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1176 | Athugasemdir ( )
Þó svo að allt virðist vera í rólegheitum á
framkvæmdasvæði Hótels Sunnu við smábátahöfnina í augnablikinu þá eru samt sem áður framkvæmdir í fullum
gangi. Hótel Sunna er líklega eitt fárra hótela á Íslandi sem verða að stórum hluta byggð innandyra.
Í þurrkarahúsinu á SR-svæðinu eru smiðirnir að vinna við
að setja saman kvistana, grindur fyrir kvistana, þak og veggeiningarnar sem koma undir kvistina.
Hér koma svo myndir af framkvæmdunum sem eiga sér stað í
þurrkararhúsinu.
Hér er verið að vinna við veggeiningar.
Hér líka.
Teikningarnar skoðaðar.
Hér er verið að setja kvistana saman.
Vinnusvæðið er gott, og nóg pláss.
Unnið við veggeiningar.
Grindurnar fyrir kvistana.
Þakeiningar.
Athugasemdir