Framsókn í sínu rétta ljósi
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 31.01.2009 | 04:03 | Stefna ehf | Lestrar 218 | Athugasemdir ( )
Framsóknarmenn
láta enn eins og nýr flokkur hafi orðið til á landsfundinum á dögunum.
Þeir hafa reynt að telja fólki trú um að með því að fá ungan og
pólitískt nokkuð óspjallaðan mann í formannssætið hafi orðið algjör
umskipti í flokknum og gamlar syndir og afglöp við landsstjórnina þar
með strikaðar úr sakramentinu. Nú er annað að koma í ljós eins og svo
marga grunaði. Nýr formaður framsóknarflokksins lét það verða sitt
fyrsta verk eftir að ljóst var að ríkisstjórn Geirs Haarde var að
hrökklast frá, að bjóðast til að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna
og Samfylkingar falli. Það boð var sett fram án skilyrða og að því er
virtist í þeim tilgangi að koma hér á starfhæfri ríkisstjórn á erfiðum
tímum. Það var engu líkara en Framsóknarflokkurinn vildi í einlægni
leggja sitt af mörkum við að reisa landið við úr þeim rústum sem
flokkurinn ber svo mikla ábyrgð á að hafa komið okkur í. En
þetta var of gott til að reynast satt. Framsóknarmenn hafa nú sett fram
nokkur ófrávíkjanleg skilyrði varðandi stuðning sinn við nýja
ríkisstjórn. Flokkurinn vill hvalveiðar – flokkurinn eggst gegn skattahækkunum – flokkurinn vill kosningar þegar það hentar honum – framsóknarmenn vilja kjósa stjórnlagaþing og nýja stjórnarskrá eftir nokkra mánuði– formaður framsóknar segir nú að nýja ríkisstjórnin sé engin óska stjórnog flokkurinn muni veita henni gott aðhald. Framsóknarflokkurinn er
allt í einu farin að setja skilyrði líkt og hann telji að nýja
ríkisstjórnin verði lítið annað en starfsstjórn framsóknar.
Framsóknarmenn vilja hinsvegar ekki axla ábyrgð, þeir neita að setjast
í ríkisstjórn. Þeir vilja stjórna en láta aðra um erfiðu verkin en ætla
sér að fá kredit fyrir það sem vel tekst. Ný forysta hefur því sýnt það
og sannað að það hefur ekkert breyst í framsóknarflokknum, hann er enn
sami valdagráðugi flokkurinn og hingað til og er ekkert heilagt í þeim
efnum.
Í viðræðum Vinstri grænn og Samfylkingar hafði þegar verið rætt um að kjósa stjórnlagaþing og endurskoða stjórnarskránna, það vissu framsóknarmenn. Það dettur hinsvegar engum í hug að boðlegt sé að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á nokkrum vikum eða mánuðum svo vel verði, án eðlilegrar umræðu og skoðanaskipta í þjóðfélaginu. Það er mun viðameira verk en svo og hugmyndir framsóknarmanna um annað því í eðli sínu afar ólýðræðislegar.
Vilji framsóknarmenn hinsvegar fella nýju ríkisstjórnina á hvalveiðum – þá gera þeir það. Vilji framsóknarmenn fella nýja ríkisstjórn vegna andstöðu sinnar við nauðsynlegra tekjuöflun ríkisins – þá gera þeir það. Þá munu þeir væntanlega verða látnir axla ábyrgð á þeim gjörningum í væntanlegum kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur enga stöðu til að vera að þenja sig.
Í viðræðum Vinstri grænn og Samfylkingar hafði þegar verið rætt um að kjósa stjórnlagaþing og endurskoða stjórnarskránna, það vissu framsóknarmenn. Það dettur hinsvegar engum í hug að boðlegt sé að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins á nokkrum vikum eða mánuðum svo vel verði, án eðlilegrar umræðu og skoðanaskipta í þjóðfélaginu. Það er mun viðameira verk en svo og hugmyndir framsóknarmanna um annað því í eðli sínu afar ólýðræðislegar.
Vilji framsóknarmenn hinsvegar fella nýju ríkisstjórnina á hvalveiðum – þá gera þeir það. Vilji framsóknarmenn fella nýja ríkisstjórn vegna andstöðu sinnar við nauðsynlegra tekjuöflun ríkisins – þá gera þeir það. Þá munu þeir væntanlega verða látnir axla ábyrgð á þeim gjörningum í væntanlegum kosningum. Framsóknarflokkurinn hefur enga stöðu til að vera að þenja sig.
Athugasemdir