Fréttatilkynning frá Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Fréttatilkynning frá Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði Laugardaginn 6. feb. kl. 14.00 – 17.00 opnar Klængur Gunnarsson sýninguna Dæld í Kompunni,

Fréttir

Fréttatilkynning frá Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Laugardaginn 6. feb. kl. 14.00 – 17.00 opnar Klængur Gunnarsson sýninguna Dæld í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

 Klængur Gunnarsson (f. 1985) 

 Í list sinni vinnur Klængur með blæbrigði hversdagsleikans á tragikómískan hátt. Augnablik sem verða á vegi hans í daglegu lífi safnast upp í hugmyndabanka sem notaður er sem efniviður fyrir stuttar skáldsögur í formi innsetninga þar sem helstu miðlar eru ljósmyndir, myndbönd og skúlptúrar. 

 Klængur útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og hefur sýnt víða frá útskrift, hérlendis og erlendis. Meðal sýningastaða má nefna Listasafn Reykjavíkur, Listasafnið á Akureyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, Nýlistasafnið, Galleri PFOAC í Montreal, Kanada, og þátttaka í tvíæringnum Mediterranea 16 í Ancona á Ítalíu. 

 klaengur

Undanfarna viku hefur listamaðurinn dvalið í Alþýðuhúsinu við uppsetningu og gerð sýningarinnar, og dældar þannig sýningarrýmið með hugsunum og nærveru.

Sýningin stendur til 28. feb. og er opnin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti.  Nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings, Egilssíld og Fislkbúð Siglufjarðar styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu.


Athugasemdir

22.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst