Friggi fyllir á tankana

Friggi fyllir á tankana Þegar ég var að rúnta um eyrina á Siglufirði fyrir stuttu og var að leita að fréttum sá ég mér bæði til furðu og nokkurar

Fréttir

Friggi fyllir á tankana

Þegar ég var að rúnta um eyrina á Siglufirði fyrir stuttu og var að leita að fréttum sá ég mér bæði til furðu og nokkurar skelfingar mann sem ég kannast vel við. Skelfingin orsakaðist út frá því að ég hef aldrei áður séð þennan rólyndis mann hlaupa áður. 

 
Ég keyrði á eftir honum í þónokkra stund og dáðist að hlaupastílnum, sem var nokkurs konar sambland af hlaupastíl antilópu og hlébarða, semsagt glæsilegur hlaupastíll og hann fór hratt yfir. Eitt augnablik datt mér í hug að bjóða honum Frigga Guggu far, þar sem ég sat dáleiddur í bílnum og dáðist að honum á hlaupunum, en svo sá ég hvers vegna hann væri að hlaupa.
 
Á bryggjunni beið Arnar á olíubílnum og það átti að fara að dæla olíu á Múlabergið. 
 
Friggi hljóp auðvitað beint um borð og Arnar, olían og bíllinn biðu á bryggjunni eftir að löndunargengið væri búið að setja körin í Múlabergið. Svo beið Friggi bara sallarólegur eftir því að bíllinn kæmist að til að dæla olíunni á skipið. 
 
Ég forvitnaðist um það hjá Frigga hvað væri verið að taka mikið og ef ég man rétt þá voru þetta líklega cirka 27.000 lítrar. Að sjálfsögðu spurði ég hvort hann væri ekki örugglega með dælulykil eða eitthvað álíka til að nýta afsláttinn hjá olíufélögunum, en svo er víst ekki. Sem betur fer þarf Friggi ekki að borga þetta sjálfur. Ég fór nú að hugsa út í það hvað svona myndi kosta ef maður tæki 27.000 lítra af bensíni og líklega væru það alveg 6 milljónir 469 þúsund og 200 krónur ef maður miðar við bensín-gengið þann 18. febrúar 2014 hjá ágætis olíufjélagi á höfuðborgarsvæðinu. Og ef maður er með 2 króna afslátt á dælulykli þá fengi maður alveg 54.000 krónur í afslátt sem telst nú kannski alls ekkert svo ljómandi gott miðað við magnið sem maður er að kaupa.
 
En aftur að Frigga og áfyllingunni á skipið. Þegar búið var að setja stútinn á var farið niður í vélarrúm skipsins og Friggi fylgdist með þegar tankarnir fylltust af olíu og allt klárt fyrir brottför. Það var sérstaklega gaman að fá að fylgjast með Frigga gera klárt og svo að sjálfsögðu að spjalla við hann, en eins og ég hef reyndar áður sagt á þessari síðu er Friggi með skemmtilegri mönnum.
 
Svo eru hér bæði myndir og svo örstutt myndband af Frigga hlaupa í átt að skipinu.
 
Við byrjum á myndbandinu og svo förum við í myndirnar.
 
Hér er svo slóðin beint á myndbandið fyrir þá sem eru með iPad eða önnur verkfæri sem ekki sjá myndbandið beint á síðunni. http://www.youtube.com/watch?v=v99nCjl1Llk&feature=youtu.be
 
 
 
friggiHer er Friggi kominn um borð og bíður eftir bílnum og spjallar við starfsmenn J.E. Vélaverkstæðis sem voru að gera við um borð í Múlanum.
 
friggiStarfsmenn J.E. Vélaverkstæðis
 
friggiArnar á olíubílnum bíður eftir því að komast að skipinu.
 
friggiLöndunargengið að setja körin um borð.
 
friggiHér er verið að hífa um borð.
 
friggiHér er Friggi að ná slöngunni um borð.
 
friggiHér er verið að tengja slönguna úr olíubílnum á áfyllingarstútinn í skipinu.
 
friggiHér er Friggi búinn að tengja og á leiðinni niður í vélarrúm til þess að fylgjast með áfyllingunni.
 
friggiArnar beið sallarólegur á meðan verið væri að tengja.
 
friggiHér er Friggi að fylgjast með áfyllingarglugganum fyrir olíuna.
 
friggiHérna fyrir miðri mynd sést áfyllingarglugginn á rörinu. (Rauður hringur.)
 
friggiHér er Friggi að skipta á milli tanka.
 
friggiArnar fylgdist vel með tölunni á olíubílnum. 27.000 lítrar eða þar um bil.
 

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst