Frjálshyggja og Sjálfstæðisflokkurinn

Frjálshyggja og Sjálfstæðisflokkurinn Það er mikilvægt þegar fólk fæst við hugmyndafræði eða hugtök að það skilji hvað fjallað er um.  Umræða um

Fréttir

Frjálshyggja og Sjálfstæðisflokkurinn

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson
Það er mikilvægt þegar fólk fæst við hugmyndafræði eða hugtök að það skilji hvað fjallað er um.  Umræða um ,,Ný-frjálshyggju" og nú ,,harða frjálshyggju" er óttalegt bull þar sem fólk hengir sig í hugtök sem það skilur ekki til að nota til útskýringa á því sem miður hefur farið.  Frelsi er aldrei vont en eins og gengur þarf alltaf lög og reglu og eftirlit.  Ekkert í frjálshyggju mælir gegn því.  Íbúi þarf að taka tillit til nágranna síns og samfélagið þarf að hugsa um þá sem minna mega sín.

En það er alvarlegt mál þegar formaður Sjálfstæðisflokksins skilur þetta ekki.  Hann talar um harða frjálshyggju og nefnir sem dæmi að slík stefna komi í veg fyrir menntun almennings.  Ég vil minna Bjarna Benidiktsson á að upphafsmaður frjálshyggju, Adam Smith, sagði að samfélagið hefði ekki efni á að mennta ekki fátæklinga.  Þannig færi það á mis við hæfileika og mannauð.

Sjálfstæðisflokkurinn byggir á einstaklingsfrelsi og einkaframtaki.  Bjarni Ben ætlar vonandi ekki að breyta því.  Það er einmitt það sem við þurfum núna til að byggja okkur upp aftur.  Sósíalismi mun aldrei gera það og hefur aldrei staðið undir auðlegð þjóða.

Það er líka vert að hugsa um að hagsveiflur eru eðlilegar þar sem maðurinn er ekki fullkominn.  Sem betur fer.  Sjálfur er ég alsæll með sumar breytingar sem kreppan hefur skapað, t.d. að tugur manna eigi Ísland.  Það hefur ekkert með frjálshyggju að gera og ef eitthvað er, þá er það andstæða hennar.

Það er lágmarks krafa til þeirra sem fjalla um svona mál að þeir viti hvað þeir eru að tala um.  Upphrópanir, frasar og lýðskrum er aldrei til góðs.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst