Fróđleiksmoli - "Tímatöku ljós"
Þetta tæki sem hér sést á myndinni er búnaður sem notaður var af skíðamönnum á Siglufirði hér áður fyrr við tímamælingar á svigmótum. Nokkuð “forn” búnaður, en virkaði þó vel. Sterkur ljósgeisli frá kastaranum, stærri hlutnum, lýsti inn í svarta hólkinn á minni hlutnum sem hefur að geyma ljósnema (phtosella).
Þetta var tengt í rafgeymi og með símalínu við startrofa efst í keppnisbrautinni. Rofinn var með arm sem skíðamaðurinn gerði
virkan um leið og hann lagði af stað.
Þannig fékkst nákvæm tímamæling þegar skíðamaðurinn rauf síðan áðurnefndan geisla þessa búnaðar, sem
staðsettur var sitthvoru megin við endamarkið.
Gripir þessir eru varðveittir á Síldarminjasafninu en þar er þess óskað að sá sem færði safninu þennan kostagrip, hafi
samband við Örlyg safnvörð. Netfang safn@sild.is - sími 863-1605.
Síldarminjasafn Íslands - ök
Athugasemdir