Fugl fyrir milljón

Fugl fyrir milljón Laugardaginn, 2. október, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmyndasamkeppninni Fugl fyrir milljón, sem haldin var á vegum

Fréttir

Fugl fyrir milljón

Mynd: 625.is
Mynd: 625.is
Laugardaginn, 2. október, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmyndasamkeppninni Fugl fyrir milljón, sem haldin var á vegum Brimnes hótels og bústaða í Ólafsfirði.
 

  Dómnefndin, sem skipuð var þeim Jóhanni Óla Hilmarssyni, Hrafni Svavarssyni og Þórhalli Jónssyni, ákvað að veita skildi viðurkenningar fyrir 5 myndir.

Í fyrsta sæti var Einar Guðmann frá Akureyri fyrir mynd sína: Langvíuspeglun.

Myndin er tekin í fuglaparadísinni Grímsey 25. Júlí, 2010. Miklar langvíubyggðir eru í Grímsey og myndin er tekin niðri í fjöru þar sem varpið var búið að teigja sig niður í fjörugrjót. Fuglinn var mjög gæfur. Þessar tvær stóðu saman skammt frá Einari og skimuðu í sitthvora áttina.

Verðlaun:
Verðlaunagripur; "Tröllafugl".  Unnin úr tré af listakonunni Garúnu í Ólafsfirði
Peningaverðlaun; 1.000.000 krónur, gefin af Norlandia ehf í Ólafsfirði.
Bókaverðlaun;      Íslenskur Fuglavísir Jóhanns Óla Hilmarssonar, gefið af Forlaginu.

Gyða Henningsdóttir frá Akureyri var í örðu sæti.

Sigurður Ægisson frá Siglufirði var svo í þriðja sæti fyrir mynd sína :
Lundi við holu umvafinn Skarfakáli.

Myndin var tekin í Handfestargjá í Miðgarðabjargi í Grímsey 24. júní.
Lundinn er þar við holu sína.

Flott framtak hjá Brimnes Hóteli.

Fréttina má sjá í heild sinni á 625.is


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst