Fundað vegna Listgöngunnar

Fundað vegna Listgöngunnar Í gær var undirbúningsfundur fyrir Listgöngu Ferðafélags Siglufjarðar sem verður haldin í þriðja sinn þann 10. des. nk.  Í

Fréttir

Fundað vegna Listgöngunnar

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson







Í gær var undirbúningsfundur fyrir Listgöngu Ferðafélags Siglufjarðar sem verður haldin í þriðja sinn þann 10. des. nk.  Í þessari göngu lítur göngufólk inn til listamanna bæjarins, á vinnustofur þeirra eða sýningaraðstöðu, og skoðar hvað það er að fást við og sumir versla sér jólagjafir í leiðinni.  Á flestum stöðum er boðið upp á léttar veitingar, kaffi, konfekt, kakó, jólaglögg o.fl. og rennur það ljúft niður.  Fyrsta árið tóku um 40 manns þátt í göngunni en í fyrra rúmlega 90.  Litið var inn á 8 stöðum í fyrra og kemur það mörgum á óvart hversu fjölskrúðugt listalífið er hér á Siglufirði, meira að segja bæjarbúum sjálfum.Í ár verða þátttakendur úr röðum listamanna enn fleiri en áður og það kæmi mér ekki á óvart þó þátttakendur í göngunni yrðu um 100 talsins, a.m.k. ef við verðum heppin með veður.  Ég mun syngja og spila eigin lög og jafnvel fara með ljóð á einum áfangastaðanna.  Frábært framtak Ferðafélagsins sem vakið hefur mikla athygli og fólk úr nágrannabyggðum er byrjað að sækja.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst