Fundur um ferðamál í Fjallabyggð

Fundur um ferðamál í Fjallabyggð Fimmtudaginn 20. febrúar nk,. kl. 17:00, boðar Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar til fundar til að ræða

Fréttir

Fundur um ferðamál í Fjallabyggð

Innsent efni.


Fimmtudaginn 20. febrúar nk,. kl. 17:00, boðar Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar til fundar til að ræða fyrirhugaða vinnu við gerð ferða(mála)stefnu sveitarfélagsins. Fundurinn verður haldinn í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Áætlaður fundartími er 1,5 – 2 klst.

 

Á fundinn mætir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Mun hún m.a. kynna starfsemi markaðsstofunnar.

 

Eins og flestir vita skiptir ferðaþjónustu miklu máli í dag og fjöldi ferðamanna sem sækir landið eykst ár frá ári. Heimsóknir ferðamanna til Fjallabyggðar er þar engin undantekning á.

Hvaða stefnu viljum við sjá í ferðamálum innan sveitarfélagsins?

Og eru aðilar tilbúnir til að ganga þá leið í takt, öllum til heilla?

Hvetjum sem flesta til að mæta og segja sína skoðun svo sjónarmið allra komi fram.

 

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst