Funi - tónleikar í Gránu ţann 18. júní nk.
Fréttatilkynning - 12. júní 2013
FUNI
Bára Grímsdóttir og Chris Foster
Útgáfutónleikar - FLÚR GMCD007
Gamla kirkjan, Blönduósi - fimmtudaginn 13. júní, kl. 20.00
Byggðarsafnið Hvoll, Dalvík - laugardaginn 15. júní, kl. 14.00
Hólakirkja, Hjaltadal - sunnudaginn 16. júní, kl. 16.00
Grána, Síldarminjasafnið Siglufirði - þriðjudaginn 18. júní, kl. 21.00
Flúr er nýútgefin hljómdiskur frá dúettinum Funa sem inniheldur lítt þekkta, gullfallega, íslenska
þjóðlagatónlist.
Á útgáfutónleikunum flytja þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster m.a. lög af Flúr, en þau skipa Funa. Bára og Chris
syngja bæði og auk þess leikur Bára á finnskt kantele, en Chris spilar á gamla íslenska hljóðfærið, langspil og á gítar,
sem er þó stilltur öðruvísi en venjulegt er. Á diskinum Flúr er að finna nokkur ný lög eftir Báru Grímsdóttur sem
fæst hafa verið hljóðrituð til útgáfu fyrr. Meirihlutinn eru þó kvæðalög, tvísöngslög og sálmalög sem
fundist hafa í ýmsum gömlum heimildum og eru flutt í útsetningum Báru og Chris. Textarnir eru bæði nýir og gamlir, allt frá
þjóðkvæðum og sálmum frá 16. öld til kvæða eftir Grím Lárusson frá Grímstungu, föður Báru.
Umgjörð disksins er vönduð og með honum fylgir veglegur bæklingur á íslensku og ensku.
Skyggnusýning fylgir tónlistinni á tónleikum. Þar eru ljósmyndir úr eign safni þeirra Báru og Chris ásamt eldri myndum úr
fjölskyldualbúmum og öðrum söfnum. Myndirnar eru valdar í samhengi við efni söngvanna og bæta þannig hinu sjónræna við upplifun
áheyrenda. Þetta eykur heildaráhrifin af tónleikum FUNA, bæði á íslenska og erlenda áheyrendur.
Bára Grímsdóttir ólst upp við söng og kveðskap, heyrði og lærði allt frá barnæsku kveðskap foreldra sinna, afa og ömmu
á bænum Grímstungu í Vatnsdal. Bára er af mörgum talin vera einn allra besti túlkandi þjóðlegrar tónlistar hér á
landi, en hún hefur sérstakan áhuga á rímnastemmum og kvæðalögum. Hún hefur fengist við flutning á margs konar
þjóðlagatónlist bæði hér heima og erlendis. Sem tónskáld og útsetjari, hefur Bára nýtt sér uppsprettulindir
íslenskra þjóðlaga til skapandi starfs en hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar sem tónskáld.
Chris Foster kynntist þjóðlögum í uppvexti sínum í Somerset í Suðvestur-Englandi. Flutningur hans einkennist af mikilli og persónulegri
innlifun í tónlistina, sem oft leiðir til þess að áheyrendur verða beinir þátttakendur í því sem fram fer og flutt er. Chris
hefur sett þjóðlagahefðina í nútímalegan búning með sérstæðum, frumlegum gítarundirleik og sannfærandi
söngtúlkun. Hann er talinn einn besti listamaður síðari tíma á sínu sviði og í frestu röð merkra brautryðjenda í
endurvakningu á breskri þjóðlagatónlist.
Nánari upplýsingar
Til að hlusta: www.funi-iceland.com
Sími: Bára - 694 2644 / Chris - 659 1947 Netfang:
info@funi-iceland.com
Athugasemdir