Furðuleg umfjöllun um stjórn fiskveiða
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 14.05.2009 | 04:56 | Robert | Lestrar 236 | Athugasemdir ( )
Það
gerist stundum að fjölmiðlar missa sjónar á umfjöllun sinni um einstök
mál þannig að úr verður mál sem hvergi á sér stoð í raunveruleikanum.
Fjölmiðlar verða þannig oft leiksoppar áhrifamikilla aðila eða
áróðursherferðar sem ná taki á umræðunni og nota fjölmiðlunga til að
stýra henni að eigin geðþótta. Eitt slíkt hefur verið áberandi í öllum
miðlum undanfarna daga en það er s.k. fyrningarleið sem ríkisstjórnin
er sögð vera ákveðin í að fara við stjórn fiskveiða. Því er blákalt
haldið fram að ríkisstjórnin hafi ákveðið að hefja fyrningu kvótans með
innköllun á honum frá og með 1. september á næsta ári.Samt
er hvergi hægt að finna þeirri fullyrðingu stað í samstarfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanna. Þvert á móti stendur þar skýrum stöfum að allar
breytingar sem hugsanlegra verður gripið til við stjórn fiskveiða,
verði gerðar í samráði og samstarfi við alla hagsmunaaðila í
sjávarútvegi. Það stendur einnig skýrum stöfum í yfirlýsingunni að
ríkisstjórnin ætli sér að vinna, í samráði við hagsmunaaðila, áætlunum innköllun og endurúthlutun veiðiheimilda sem eigi að liggja fyrir
haustið 2010. Hvergi minnst á það að innköllun veiðiheimilda eigi að
hefjast á ákveðnum tíma. Miklu frekar að opnað sé á möguleika til
annarra leiða með því að kalla alla hagsmunaaðila í sjávarútvegi að
borðinu til rökræðna um þessa mikilvægu atvinnugrein. Í
sjávarútvegsstefnu Vinstri grænna er í ítarlegu máli raktar þær leiðir
sem flokkurinn telur færar við stjórn fiskveiða en þar segir líka að
flokkurinn sé “engu að síður
reiðubúinn til að skoða aðrar leiðir til réttlátari skiptingar geti
það orðið til að flýta fyrir breytingum í rétta átt og útilokar engar
þeirra fyrirfram.” Lykilatriðin í stefnu ríkisstjórnarinnar
í sjávarútvegsmálum er samráð og samstarf við aðila í greininni og
þannig verður það. Einhvernvegin finnst mér fjölmiðlar hafa látið
ráðskast talsvert með sig í þessu máli og þannig misst tökin á
aðalatriðunum, þ.e. að lög um stjórn fiskveiða verða endurskoðuð í
samráði við hagsmunaðila í greininni og engar fyrirætlanir eru um að
hefja innköllun aflaheimilda á næsta ári eins og þó er blákalt haldið
fram.
Rétt í þessu fæ ég svo Fréttablaðið í hendurnar þar sem segir að sjómenn muni þurfa að blæða ef takmörk verði sett á útflutning á óunnum fiski! Hvað þá með fólk í landi sem hefur ekki vinnu við að vinna og verka fisk? Er þetta ekki sameiginleg auðlind sem við eigum öll rétt á að njóta góðs af – eða hvað??
Rétt í þessu fæ ég svo Fréttablaðið í hendurnar þar sem segir að sjómenn muni þurfa að blæða ef takmörk verði sett á útflutning á óunnum fiski! Hvað þá með fólk í landi sem hefur ekki vinnu við að vinna og verka fisk? Er þetta ekki sameiginleg auðlind sem við eigum öll rétt á að njóta góðs af – eða hvað??
Athugasemdir