Fyrsta skóflustungan að nýjum Golfvelli
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 14.06.2012 | 13:50 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 1055 | Athugasemdir ( )
Framkvæmdaleyfi varðandi uppbyggingu á gólfvelli og útivistasvæði í Hólsdal var í gær samþykkt af bæjarstjórn Fjallabyggðar og í hádeginu var fyrsta skóflustungan tekin. Opinn fundur verður á Kaffi Rauðku klukkan 17 á föstudag fyrir þá sem vilja kynnast framkvæmdunum frekar.
Stórt og mikilvægt skref hefur nú verið tekið í umhverfismálum á Siglufirði með fyrstu skóflustungu að gólfvellinum. Félagið Leyningsás ses stendur að stórtækum framkvæmdum á Siglufirði og er fyrsti áfangi þess að ráðast í uppbyggingu nýs golfvallar í Hólsdal. Mun þar golfíþróttin spila saman með annarri almennri útivist svosem göngu- og hestamönum, stangveiðimönnum og skógræktarunnendum.
Völlurinn, sem síðastliðin tvö ár hefur verið í hönnunar og kynningarferli fyrir bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu, hefur nú verið samþykkur af bæjarstjórn og fyrsta skóflustungan verið tekin.
Í tilefni þessa boðar Leyningsás ses til opins fundar á Kaffi Rauðku klukkan 17 á föstudag til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir í Hólsdal. Sjá tilkynningu Leyningsáss hér að neðan.
OPINN FUNDUR
um framkvæmdir í
Hólsdal
Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu nýs golfvallar í Hólsdal og má búast við talsverðu jarðraski af þeim sökum.
Markmið aðstandenda verkefnisins er ekki eingöngu að byggja golfvöll heldur einnig að fegra umhverfið og gera að alhliða útivistarsvæði. Þannig á í Hólsdal að fara saman golf, hestamennska, stangveiði, skógrækt og almenn útivist.
Bæjarbúum, og þá sérstaklega þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, er boðið til opins fundar á Kaffi Rauðku, föstudaginn 15. júní nk. kl. 17:00 þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir verða kynntar og fyrirspurnum svarað.
Framsögumenn verða:
Edwin Roald golfvallahönnuður.
Bjarni Jónsson fiskifræðingur.
Leyningsás ses
Hér koma nokkrar myndir af athöfninni í Hólsdal í dag.
Ólafur Kárason og Kári Hreinsson
Ingvar Hreinsson, formaður Golfklúbbs Siglufjarðar
Golfarar og gestir
Teikning Edwins af holu 7 á Hóslvelli
Texti: Finnur Ingvi Kristinsson
Myndir: GJS
Stórt og mikilvægt skref hefur nú verið tekið í umhverfismálum á Siglufirði með fyrstu skóflustungu að gólfvellinum. Félagið Leyningsás ses stendur að stórtækum framkvæmdum á Siglufirði og er fyrsti áfangi þess að ráðast í uppbyggingu nýs golfvallar í Hólsdal. Mun þar golfíþróttin spila saman með annarri almennri útivist svosem göngu- og hestamönum, stangveiðimönnum og skógræktarunnendum.
Völlurinn, sem síðastliðin tvö ár hefur verið í hönnunar og kynningarferli fyrir bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila á svæðinu, hefur nú verið samþykkur af bæjarstjórn og fyrsta skóflustungan verið tekin.
Í tilefni þessa boðar Leyningsás ses til opins fundar á Kaffi Rauðku klukkan 17 á föstudag til að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir í Hólsdal. Sjá tilkynningu Leyningsáss hér að neðan.
OPINN FUNDUR
um framkvæmdir í
Hólsdal
Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu nýs golfvallar í Hólsdal og má búast við talsverðu jarðraski af þeim sökum.
Markmið aðstandenda verkefnisins er ekki eingöngu að byggja golfvöll heldur einnig að fegra umhverfið og gera að alhliða útivistarsvæði. Þannig á í Hólsdal að fara saman golf, hestamennska, stangveiði, skógrækt og almenn útivist.
Bæjarbúum, og þá sérstaklega þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, er boðið til opins fundar á Kaffi Rauðku, föstudaginn 15. júní nk. kl. 17:00 þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir verða kynntar og fyrirspurnum svarað.
Framsögumenn verða:
Edwin Roald golfvallahönnuður.
Bjarni Jónsson fiskifræðingur.
Leyningsás ses
Hér koma nokkrar myndir af athöfninni í Hólsdal í dag.
Ólafur Kárason og Kári Hreinsson
Ingvar Hreinsson, formaður Golfklúbbs Siglufjarðar
Golfarar og gestir
Teikning Edwins af holu 7 á Hóslvelli
Texti: Finnur Ingvi Kristinsson
Myndir: GJS
Athugasemdir