Fyrsta vetrarskotið
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 18.10.2010 | 15:09 | Bergþór Morthens | Lestrar 637 | Athugasemdir ( )
Það hefur kólnað verulega hjá okkur undanfarin sólarhring og snjólínan í fjöllunum er komin ansi neðarlega.
Þetta eru ansi snörp veðrabrigði því einmuna blíða hefur ríkt þetta haustið.
Lægð úr vestri berst nú yfir landið og kalt loft kemur úr norðri. Þetta þýðir kulda og snjókomu hjá okkur.
Hólshyrnan tekur sig afar vel út í vetrarbúning og allar líkur á að það bæti í snjóinn þegar líður á vikuna.
Veðurhorfur næstu daga :
Norðlæg átt næstu daga, dálítil él norðantil, en yfirleitt bjart sunnanlands. Bætir heldur í vind og ofankomu um helgina. Fremur svalt í veðri.
Skíða - og vetraríþróttamenn ættu að gleðjast yfir þessu
Þetta eru ansi snörp veðrabrigði því einmuna blíða hefur ríkt þetta haustið.
Lægð úr vestri berst nú yfir landið og kalt loft kemur úr norðri. Þetta þýðir kulda og snjókomu hjá okkur.
Hólshyrnan tekur sig afar vel út í vetrarbúning og allar líkur á að það bæti í snjóinn þegar líður á vikuna.
Veðurhorfur næstu daga :
Norðlæg átt næstu daga, dálítil él norðantil, en yfirleitt bjart sunnanlands. Bætir heldur í vind og ofankomu um helgina. Fremur svalt í veðri.
Skíða - og vetraríþróttamenn ættu að gleðjast yfir þessu
Athugasemdir