Gáfulegt uppistand á Rauðku
Rögnvaldur gáfaði er sennilega þekktastur fyrir að veru sína í gleðisveitinni hljómsveitinni Hvanndalsbræðrum en hann hefur auk þess komið fram víða um land með gamanmál á hinum og þessum mannfögnuðum , drengurinn þykir drykkfeldur með afbrigðum en kemst þó í langflestum tilfellum í gegnum prógramið sitt.
Gísla Einarsson þarf vart að kynna , enda er hann búin að þvælast um landið út og suður síðustu árin og er yfirleitt á síðustu stundu , sagan segir að lögreglan á Blönduósi eigi fleiri myndir af honum en mamma hans. Gísli er einn eftirsóttasti veislustjóri landsins og hefur stjórnað veislum og troðið upp með grin og glens í flestum þorpum landsins
Miðaverð 2.000kr
Athugasemdir