Gamla spennistöðin við gamla kirkjugarðinn
sksiglo.is | Almennt | 06.05.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 588 | Athugasemdir ( )
Gamla spennistöðin (aðveitustöðin) við gamla kirkjugarðinn að verða tóm.
Fyrir stuttu síðan voru starfsmenn Rarik að taka út gamla spenna og aðra muni
sem voru í spennustöðinni.
Hluti af þessu gamla dóti fer til Síldarminjasafnsins og hluti af safninu fer upp
á Sauðárkrók þar sem verið er að koma upp Rafveitusafni eftir því sem ég kemst næst.
Í þessu húsi var aðal stjórnstöð rafveitu Siglufjarðar
á sínum tíma.
Hér eru Viktor Ingimarsson og Óli Agnars að taka út gamlan spenni.
Óli að græja keðjurnar á háspennurofana sem voru settir upp þegar rafveitan var í eigu bæjarins og var sett upp líklega í
kring um 1946 eða 7.
Kominn upp á vörubílspall.
Háspennuskápur.
Tæki sem var notað til að taka rofa út úr rafmagnsskápunum.
Athugasemdir