Gamli Gjafar VE-600
sksiglo.is | Almennt | 14.06.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 549 | Athugasemdir ( )
Eins og margir gamlir sjóarar hafa sjálfsagt tekið eftir þá er gamli Gjafar
VE-600 reglulegur gestur á Sigló.
Gjafar var tíður gestur á Siglufirði á árum áður og hefur hann tekið miklum breytingum síðan hann kom hér fyrst.
Valgeir Sigurðsson hringdi í mig og benti mér á þetta. Valgeir man vel eftir því að hafa verið að hlaupa með vörur um borð
í skipið þegar hann var ungur drengur og þótti gaman að sjá hann sigla hér inn.
Ég kíkkaði um borð og spjallaði örstutt við skipstjórann sem heitir Gissur Baldursson og yfirvélstjórann Inga Arnar Pálsson sem
voru hinir hressustu og lofuðu mér að taka nokkrar myndir um borð í skipinu.
Í dag heitir skipið Magnús Geir KE-5 og var smíðað í Austur Þýskalandi árið 1967.
VE-600 sést óljóst fyrir neðan KE-5
Og gamla nafnið.
Gissur Baldursson.
Ingi Arnar Pálsson.
Og svona leit hann út í upphafi.
Athugasemdir