Gauti reddar kössunum

Gauti reddar kössunum Ég náði að smella nokkrum myndum af Guðmundi Gauta þegar hann var að henda einu vörubretti með pappír inn í Suðurgötu 10 fyrir

Fréttir

Gauti reddar kössunum

Ég náði að smella nokkrum myndum af Guðmundi Gauta þegar hann var að henda einu vörubretti með pappír inn í Suðurgötu 10 fyrir stuttu síðan.

Gauti vinnur bæði hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar og Flytjanda.

Gauti var heldur betur rogginn með sjálfan sig þegar hann sá mig nálgast með myndavélina og sýndi alla krafta-takta sem hann kunni. Hann hreinlega ljómaði allur og hnikklaði vöðvann.

Ekki var Gauti lengi að redda þessu, cirka 10 mínútur. Líklega hefði hann verið töluvert lengur að þessu ef hann hefði þurft að hlaupa með þetta upp alla stigana.

gautiHér er Gauti byrjaður að rífa upp af brettinu.

gautiHérna kallaði hann á mig og sagði "sjá ekki örugglega allir hvað ég er massaður?" Þið dæmið það svo bara sjálf.

gautiAlveg á fullu.

gautiJájá, og enn einu sinni að sýna okkur hvað hann er sterkur.


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst