Geggjaður dansleikur
http://www.123.is/toti7/ | Rebel | 01.01.2009 | 03:02 | Robert | Lestrar 529 | Athugasemdir ( )
Að lokinni trúbadoraveislunni var blásið til dansleiks þar sem saman komu flytjendur kvöldsins ásamt Sturlaugi Kristjáns og Kidda Kristjáns,
sannkallað stórband, sem fékk nafnið Skyggni ágætt í auglýsingum. Við byrjuðum að spila á miðnætti og lékum
til 3.30 svo til linnulaust. Það fjölgaði töluvert í salnum þegar leið á nóttina og vel á annað hundrað manns var
í húsinu og allir í hörku stuði. Við sem vorum á sviðinu skemmtum okkur ekki síður vel og renndum í hvert lagið
af öðru, við fluttum um 40 lög en vorum búnir að æfa 10 !! Þetta var alveg geggjað og maður var hálf lerkaður þegar maður
vaknaði í morgun enda langt síðan maður hefur leikið á svona alvöru dansleik.
Athugasemdir