Geggjaður dansleikur

Geggjaður dansleikur Að lokinni trúbadoraveislunni var blásið til dansleiks þar sem saman komu flytjendur kvöldsins ásamt Sturlaugi Kristjáns og Kidda

Fréttir

Geggjaður dansleikur

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Að lokinni trúbadoraveislunni var blásið til dansleiks þar sem saman komu flytjendur kvöldsins ásamt Sturlaugi Kristjáns og Kidda Kristjáns, sannkallað stórband, sem fékk nafnið Skyggni ágætt í auglýsingum.  Við byrjuðum að spila á miðnætti og lékum til 3.30 svo til linnulaust.  Það fjölgaði töluvert í salnum þegar leið á nóttina og vel á annað hundrað manns var í húsinu og allir í hörku stuði.  Við sem vorum á sviðinu skemmtum okkur ekki síður vel og renndum í hvert lagið af öðru, við fluttum um 40 lög en vorum búnir að æfa 10 !!  Þetta var alveg geggjað og maður var hálf lerkaður þegar maður vaknaði í morgun enda langt síðan maður hefur leikið á svona alvöru dansleik.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst