Gengið til góðs
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 29.09.2010 | 09:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 429 | Athugasemdir ( )
Rauði krossinn efnir nú til sjöttu landssöfnunarinnar Göngum til góðs á laugardag fyrir starf félagsins í Afríku.
Þar sem að flestir íbúar Siglufjarðar verða sennilega önnum kafnir við opnun Héðinsfjarðarganga á laugardaginn, þá verður gengið til góðs á fimmtudaginn 30. september kl. 18.00-19.30.
„Það er von okkar að sem flestir sýni stuðning í verki og Gangi til góðs á laugardag,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum.
Það er því um að gera að taka þátt í göngunni eða taka vel á móti göngufólki og styðja þetta þarfa og góða starf.
Þar sem að flestir íbúar Siglufjarðar verða sennilega önnum kafnir við opnun Héðinsfjarðarganga á laugardaginn, þá verður gengið til góðs á fimmtudaginn 30. september kl. 18.00-19.30.
„Það er von okkar að sem flestir sýni stuðning í verki og Gangi til góðs á laugardag,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum.
Það er því um að gera að taka þátt í göngunni eða taka vel á móti göngufólki og styðja þetta þarfa og góða starf.
Athugasemdir