Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Árósum, Danmörku

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Árósum, Danmörku Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna Án Umhugsunar á Institut for (X) í Árósum,

Fréttir

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Árósum, Danmörku

Innsent efni.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna Án Umhugsunar á Institut for (X) í Árósum, Danmörku. 

Hún hefur dvalið þar síðastliðnar tvær vikur og unnið að mörgum minni verkum sem fjalla um sjálfsmyndina og hvernig óstjórnleg þörf til að skapa endurspeglar sjálfið.

Verkin eru unnin úr fundnu efni m.a. plast, pappír, tré, járn, spottar og margt fleira. Aðalheiður talar um að í þessum verkum hugsi hún með höndunum.

Sköpunargleðin tekur völdin og útkoman er óskilgreindur afrakstur hrárrar sköpunar. Hún hverfur aftur til óttalausra hugmynda barnsins á sama tíma og yfirvegaða og reynsluríka listakonan skín í gegnum verkin.

aðalAðalheiður S.
 
aðal

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst