Bćjarstjórastóllinn mátađur og Ráđhúsiđ ađ verđa ljómandi fínt
sksiglo.is | Almennt | 12.05.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 698 | Athugasemdir ( )
Ég átti erindi í Ráðhús Siglufjarðar í síðustu viku.
Þegar ég kom upp á aðra hæðina gerði ég mér nokkuð góða grein fyrir því að ekki væri allt eins og
það ætti að vera og ég rétt sá í kollinn á Biddý í annars frekar myrkvuðum gangi inn á milli allskonar drasls.
Ég velti því fyrir mér hvort þetta væri svipað og að labba í frumskógi því það var allt einhvernveginn
út um allt. Ég flækti mig pappír og möppum á leiðinni inn og ég hugsaði með mér að nú væri gott að hafa
sveðju til að höggva sig í gegn um pappírs og möppu frumskóginn. Biddý sat þarna í rökkrinu og þau Kristinn J. Reimarsson og
Hulda Magnúsar sátu inn á milli alls konar pappírsblokka, pottablóma og ég veit ekki hvað og hvað. Mér datt í hug "Hvar er Valli??"
bækurnar þegar ég spurði "Hvar er Óli Stellu??" sem mér var bent á á milli einhverskonar bæjarskrifstofuburkna og
pappírsblokka.
Ég fann þó Arnar Þrastarson fljótlega og átti við hann stutt en þó ljómandi gott spjall og drengurinn er vægast sagt
hjálplegur og viðmótsþýður. (Þetta á ekki að vera háð eða spott, þetta er einfaldega bara heilagur sannleikur).
Á leiðinn út var mér litið inn á kaffistofu og sá
þá mér til nokkurar ánægju að þar var búið að planta skrifborði og þar sat Ármann alveg ljómandi sáttur
við að vera svona stutt frá kaffikönnunni og kökunum á borðinu.
Eftir stutt og gott spjall við Ármann trítlaði ég upp á efri
hæð ráðhússins þar sem hamarshögg og læti tóku á móti mér. Ég tilkynnti stoltur að ég væri kominn til
að máta nýja bæjarstjórastólinn og bað um leiðbeiningar til að komast í hann sem mér voru að sjálfsögðu veittar af
málara í stuttbuxum. Ég verð að taka það fram að miðað við hvað þetta er allt að verða ljómandi glæsilegt
mætti nú spandera ögn meira í stólinn. Það væri kostur fyrir mig að geta hallað honum afturbak í framtíðinni svo
það verði ögn tilkomumeira þegar ég horfi yfir sólgleraugun til að svara spurningum einhvers bæjarbúa eða bæjarfulltrúa.
Þegar ég tek við bæjarstjórastöðunni þá ætla
ég að láta titla alla bæjarfulltrúa "lærisveina" bara svona upp á skemmtana og fróðleiksgildið og til þess að þeir haldi sig
á mottunni. Ég sé þetta fyrir mér svona á já.is og Kiwanissímaskránni : Jón Jónsson lærisveinn
alþýðunnar hjá Fjallabyggð.
Svo sé ég mig fyrir mér labba um götur bæjarins með pípuhatt,
staf og sápukúlupípu til þess að bjóða fólk velkomið til Ólafsfjarðar fyrir hádegi og Siglufjarðar eftir hádegi annan
hvern dag til skiptis og svo öfugt (og ég er að verða kominn í hring með þessa setningu en ætla samt aðeins að halda áfram) til að
gæta sanngirnis í þessu öllu saman. Svo verða viðtalstímar á öðrum hvorum bekknum á Ráðhústorginu og við
Tjörnina í Ólafsfirði í 2 klukkutíma í viku. Klukkutíma á hvorum stað. Ég ætla samt að vera í fríi um
helgar plús það að ég þarf sumarfrí og svo þarf ég aftur frí til að komast á Öldungamótið í blaki. Svo
ætla ég að fá mann eða konu í að halda ræður fyrir mig og klippa á borða vegna þess að ég er alveg ómögulegur
í því og hreinlega nenni því ekki. En ekki hafa áhyggjur, hans eða hennar laun verða tekin af mínum. Ég er reyndar ennþá
að móta hugmyndafræðina í kring um þetta allt saman en þetta kemur í rólegheitunum og ég hef alveg heilan helling af frábærum
hugmyndum sem þið eigið eftir að verða alveg ljómandi sátt og ánægð með.
En úr einu í alveg hreint allt annað. Bæjarskrifstofurnar eru að veðra
alveg ljómandi fínar ef þær eru hreinlega ekki bara orðnar ljómandi fínar og breytingarnar allar þær glæsilegustu.
Hér sést í Biddý í rökkrinu.
Og svo Hulda Magnúsar.
Hér er svo Kristinn J. Reimarsson til hægri á mynd og svo er Óli Stellu þarna vinstra megin á myndinni við bæjarskrifstofuburknann eða
fresíurnar eða hvað þetta blessaða blómadót heitir.
Arnar Þrastarson. Hann var nú ekki týndur þessi öðlingur.
Á efri hæðinni er allt að gerast. Hugsanlega er þetta allt saman allt orðið klárt núna því félagsmiðstöð
bæjarstjóra var víst hérna um helgina.
Hér er svo svona eitt og annað smálegt.
Doddi málari og Addi múr alveg hreint eldhressir.
Mark Duffield var alveg kampakátur og virkilega ánægður með gengi Aston Villa. Ég held allavega að hann haldi með Aston Villa eins og ég.
Allavega ætti hann að gera það enda fótboltaskynsamur maður með eindæmum.
Sverri, Erla og Mark að dást að þeirri hugmynd minni um að verða næsti bæjarstjóri.
Erla Svanbergs er alltaf hress og kát.
Og hún varð sérstaklega hress og kát þegar ég sagði henni
frá áformum mínum um bæjarstjóarstöðuna.
Það á eftir að birta ansi mikið til á bæjarskrifstofunum eftir breytingarnar.
Hérna á eftir að taka til.
Eyjólfur Bragi kom til að tékka hvort Addi væri ekki örugglega að vinna.
Og hér er Addi að hundskamma Eyjó. Mér reyndar sýnist Eyjó ekkert kippa sér upp við þetta.
Það verður alveg sannkallaður lúxus að skreppa á þetta klósett með blaðið eða iPadinn þegar það verður
tilbúið í framtíðinni. Og þá að sjálfsögðu í yfirvinnu.
Og svo mátaði ég að sjálfsögðu Stólinn. Hann er frekar svona stífur finnst mér. Ég get svosem bara komið með minn
stól sjálfur, það er ekkert vandamál.
Það væri hægt að mála bæjarstjóra mynd eftir þessari mynd. Þess ber að geta að það var málari í
stuttbuxum sem tók þessar myndir af mér.
Athugasemdir