Efnalaugin Lind

Efnalaugin Lind Ég kom við hjá stúlkunum í Efnalauginni Lind fyrir stuttu síðan. Þær voru alveg eldhressar stúlkurnar og ánægðar að sjá mig. Þegar ég

Fréttir

Efnalaugin Lind

Ég kom við hjá stúlkunum í Efnalauginni Lind fyrir stuttu síðan. Þær voru alveg eldhressar stúlkurnar og ánægðar að sjá mig. 
 
Þegar ég kom þar við voru allar vélar á fullu og nóg að gera við að þvo alls konar þvott. Ég fékk að litast aðeins um og taka nokkrar myndir af þeim og að sjálfsögðu þvottavélunum líka.
 
Við byrjuðum að taka mynd af þeim frammi við afgreiðsluborðið og svo fór ég að skoða vörurnar og vöruúrvalið sem þær eru með og það er alls ekkert lítið. Þær sögðu mér að koma bara inn fyrir á eftir þegar ég væri búin að mynda vörurnar sem þær eru með. Þegar ég fer svo á bak við sé ég ekki nokkurn mann (konu) og fer að svipast um hvort ég sjái þær ekki einhvernstaðar á milli tækjanna sem eru þarna. Það sem ég sá svo þegar ég færði mig aðeins innar í efnalaugina var kona hálf inn í þvottavél. Ég get ekki neitað því að það var ögn sérstök sjón og ég velti því fyrir mér hvort hún væri að leyta að hinum stúlkunum eins og ég. En græjurnar þarna eru engar smávélar og meira að segja ég færi létt með að týnast í svona þvottavél.
 
En stúlkurnar sjá um að þvo allt á milli himins og jarðar, hvort sem það eru rúmföt, föt og alls konar. Einnig þurrhreinsa stúlkurnar jakkaföt og spariföt. 
Núna þarf ég til dæmis ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því ef Ólöf sinnir ekki sínu hlutverki nógu vel í þvottahúsinu sínu. Þá trítla ég bara með óhreint beint yfir götuna og fæ þetta allt saman hreint, fínt og pressað. 
 
Það er líka tilvalið fyrir fólk sem er hér í fríi að nýta sér svona þjónustu. Ég hef líka heyrt af því að sjómenn sem hafa kannski stutta viðkomu á Sigló hafi nýtt sér þetta vel og eru hæst ánægðir með þjónustuna.
 
Það var virkilega gaman að kíkja í heimsókn til þeirra í Efnalauginni og sjá hvernig þetta virkar allt saman. Ég hef nefnilega ekki ennþá komið inn í þvottahúsið hennar Ólafar og vissi þar af leiðandi akkúrat ekkert hvernig svona þvottahús virkar. Þannig að það er óþarfi að skoða þetta hjá henni Ólöfu, ég er búin að sjá þetta allt saman í Efnalauginni.
 
efnalauginLilja, Ragna og Kolbrún.
 
Þór JóhannsVöruúrvalið er ekki af verri endanum. Þær eru með snyrtivörur, sápur, handklæði, dúka og allskonar flottheit.
 
Þór JóhannsHér er allskonar af allvegana fyrir heimilið.
 
efnalauginHér hélt ég að Kolbrún væri að leita að hinum stúlkunum.
 
efnalauginEkki fann hún þær þarna.
 
efnalauginHér er Kolbrún að brjóta saman eftir þvott.
 
efnalauginHús efnalaugarinnar.

Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst