Félagar úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa á Ljóðasetrinu á morgun

Félagar úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa á Ljóðasetrinu á morgun Fjögur skáld úr hópnum munu lesa úr verkum sínum í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði

Fréttir

Félagar úr Ritlistarhópi Kópavogs lesa á Ljóðasetrinu á morgun

Innsent efni.
 
Fjögur skáld úr hópnum munu lesa úr verkum sínum í Ljóðasetri Íslands á Siglufirði föstudaginn 4. júlí kl. 16.00.
 
Ritlistarhópurinn varð til árið 1995 þegar efnt var til upplesturs skálda úr Kópavogi og kom þá í ljós mikill fjöldi skálda í bænum.
Upplestrar á vegum Ritlistarhópsins voru haldnir um árabil á hverjum fimmtudegi í kaffistofu Gerðarsafns. Síðan hafa þeir verið óreglulegir og á ýmsum stöðum s.s. kaffihúsum bæjarins.

 

Ritlistarhópur Kópavogs hefur gefið út fjórar ljóðabækur, Glugga árið 1996 (sú bók er alveg uppseld), Ljósmál árið 1997 í samvinnu við ljósmyndara úr Kópavogi, Sköpun, ljóð og myndverk árið 2001 og síðast Í augsýn, 2009. Með síðustu bókinni fylgir diskur með upplestri skáldanna.

Skáldin sem nú leggja leið sína norður í land eru þau Eyvindur P. Eiríksson, Eyþór Rafn Gissurarson, Hrafn Andrés Harðarson og Sigríður Helga Sverrisdóttir.

Mynd við umfjöllun fengin af vef Ljóðaseturs Íslands.


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst