Fyrirtækjaþing í undirbúning

Fyrirtækjaþing í undirbúning Frumvinna er nú í gangi hjá bæjarfélaginu varðandi skipulagningu fyrirtækjaþings í Fjallabyggð. Væri markmið þingsins að

Fréttir

Fyrirtækjaþing í undirbúning

Ljósmyndasafn Siglufjarðar. Ljósmyndari SK
Ljósmyndasafn Siglufjarðar. Ljósmyndari SK

Frumvinna er nú í gangi hjá bæjarfélaginu varðandi skipulagningu fyrirtækjaþings í Fjallabyggð. Væri markmið þingsins að standa að opinni umræðu um atvinnumál og atvinnuuppbyggingu í Fjallabyggð .

Nefndi stefnir að auki á að heimsækja fyrirtæki á svæðinu í þeim tilgangi að efla tengsl milli sveitarfélagsins og atvinnurekenda en starfsmanni nefndarinnar hefur nú verið falið að taka saman lista yfir þau fyrirtæki og atvinnurekendur sem stefnt er á að heimsækja á árinu 2015. 

Í bókum bæjarráðs kemur fram að "Atvinnumálanefnd lagði til á fundi sínum 21. janúar 2015 að haldið yrði fyrirtækjaþing í Fjallabyggð þar sem fyrirtæki og sveitarfélagið standi sameiginlega að opinni umræðu um atvinnumál og hverskyns hluti sem tengjast atvinnuuppbyggingu á svæðinu. 

Lagt var til við bæjarráð að settur yrði á laggirnar fimm manna vinnuhópur skipaður fulltrúum sveitarfélagsins og atvinnulífsins sem gerði tillögu að framsetningu þingsins og hugsanlegu samstarfi við fyrirtæki og/eða stofnanir utan sveitarfélagsins. 
Stefnt bæri að því að þingið yrði haldið eigi síðar en í lok apríl 2015.

Eftir umfjöllun samþykkir bæjarráð að óska eftir nánari útfærslu á fyrirtækjaþinginu þ.e. framkvæmd, markmið og áætlaðan kostnað".


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst