Galleri Sigló hættir starfsemi sinni fljótlega! Opið út ágústmánuð
Þetta byrjaði nú reyndar fyrr, í Kommunni í Kaupfélagshúsinu sagði Ásdís. Þar var tómstunda og föndur starfsemi fyrir eldri borgara sem bæjarfélagið rak þar um tíma, en þegar það var lagt niður slógum við okkur saman nokkrar, keyptum keramik brennsluofn og leigðum okkur þetta húsnæði hér við Torgið.
Sigga ætlar að hætta núna 1 júlí en við hinar ætlum að vinna áfram út ágúst, segja þær samróma. Vonandi getum við selt eins mikið og hægt er af öllu "dóti" sem er hér upp um alla veggi, ekki létt að pakka þessu niður og koma í geymslu.
Já þetta verður erfitt fyrir okkur öll, eitthvað sem vantar þarna við Torgið.
Hér eru vinkonurnar fjórar að vinna og ræða málin. Frá vinstri. Sissa, Ásdís, Lóa og Sigga.
Gamlar minningar frá Kommunni og Gallerí Sigló
Ásdís að mála listaverk á vasa.
Alltaf jól í Gallerí Sigló
Hægt er að panta könnur með gömlum félagsmerkjum, t.d gamla KS merkið og fleira
Athugasemdir