Íslandsmótið í krakkablaki

Íslandsmótið í krakkablaki Helgina 5.-6.apríl fór fram íslandsmótið í 4.flokki í krakkablaki. Mótið fór fram í Kórnum í Kópavogi og fóru tvö lið (eitt

Fréttir

Íslandsmótið í krakkablaki

Helgina 5.-6.apríl fór fram íslandsmótið í 4.flokki í krakkablaki. Mótið fór fram í Kórnum í Kópavogi og fóru tvö lið (eitt stráka og eitt stelpu) frá Glóa ásamt fríðu og fjölmennu föruneyti. Bæði liðin enduðu í 6.sæti sem verður að teljast frábær árangur þar þau byrjuðu öll að iðka blakíþróttina síðastliðið haust.

 
Á laugardagskvöldinu skelltu krakkarnir sér í bíó í boði Sparisjóðs Siglufjarðar og vilja krakkarnir og aðstandendur þakka SPS kærlega fyrir sig, en fyrirtækið er gríðarlega duglegt að styrkja félagastarfsemi sem tengist börnum og unglingum í sveitarfélaginu. Einnig vilja allir þakka Hyrnumönnum og Glóa fyrir sinn stuðning í ferðinni.
Í vetur hafa yfir 30 krakkar frá 1.-9.bekk stundað blak af miklum áhuga. Stefnan er svo að hafa strandblaksæfingar fyrir krakkana í sumar og byrja svo aftur inni næsta haust.


Kv. Anna María og Óskar


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst