Landsmót kvæðamanna

Landsmót kvæðamanna Þótt miður vetur sé miðað við veðurlagið þessa dagana þá er alltaf eitthvað að gerast á Siglufirði. Fyrir tíu dögum spilaði Nýdönsk

Fréttir

Landsmót kvæðamanna

Þótt miður vetur sé miðað við veðurlagið þessa dagana þá er alltaf eitthvað að gerast á Siglufirði. Fyrir tíu dögum spilaði Nýdönsk fyrir fullu húsi í Rauðku og svo náði Franska kvikmyndahátíðin á Norðurlandi hingað með frábærum bíómyndum í Bláahúsinu.


Og senn líður nú að Landsmóti kvæðamanna sem á sérstakt „heimili“ á Sigló. Landsmótið á sér upphaf í móti kvæðamanna hér fyrir tveimur árum og mun þessi þriðja hátíð verða stærra í sniðum en þær fyrri.


Það fer fram dagana 28. – 30 mars með fjölbreytilegri dagskrá. Boðið verður upp á námskeið í kveðskaparlist, tvísöng og bragfræði.


Tónleikar verða með Steindóri Andersen og Hilmari Erni Hilmarssyni í Bátahúsinu.Og haldin verður opin kvöldskemmtun í Rauðku með málsverði og skemmtiatriðum.

 

 

Öll atriði dagskrár verða opin bæjarbúum og ferðamönnum. Sjá nánar dagskrá á www.thjodlist.is eða www.rimur.is


ÖK.


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst