Lok­un flug­vall­ar hef­ur áhrif á ferðaþjón­ustu

Lok­un flug­vall­ar hef­ur áhrif á ferðaþjón­ustu Lok­un flug­vall­ar á Sigluf­irði gæti haft áhrif á upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu þar í bæ. Síðustu ár

Fréttir

Lok­un flug­vall­ar hef­ur áhrif á ferðaþjón­ustu

Ljósmynd GSG
Ljósmynd GSG

Lok­un flug­vall­ar á Sigluf­irði gæti haft áhrif á upp­bygg­ingu ferðaþjón­ustu þar í bæ. Síðustu ár hef­ur mikið verið lagt í ný­sköp­un í ferðaþjón­ustu á Sigluf­irði; þar er til dæm­is í smíðum 68 her­bergja hót­el.

Litl­um fjár­mun­um hef­ur verið varið í völl­inn á síðustu árum en viðhaldi á hon­um verður al­farið hætt, sam­kvæmt áætl­un­um ISA­VIA, frá 1. júlí eða til vara 16. októ­ber á þessu ári. Eins og fram kom í frétt mbl.is er lok­un­in sögð vera í nafni hagræðing­ar og sparnaðar.

Lok­un­in hefði ekki ein­ung­is áhrif á framtíðar­skipu­lag ferðaþjón­ustu á Sigluf­irði því í Fljót­um er unnið að upp­bygg­ingu tengdri laxveiði og vetr­ar­ferðamennsku á veg­um Orra Vig­fús­son­ar.

Hér má sjá flugbrautina á Siglufirði sem er í niðurníðslu.

Hér má sjá flug­braut­ina á Sigluf­irði sem er í niðurníðslu. Ljós­mynd/​Gunn­laug­ur Guðleifs­son

Leif­ur Hall­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Mý­flugs hf., seg­ir að flogið sé nokkr­um sinn­um á ári hverju með veiðimenn til Siglu­fjarðar og skapi það fé­lag­inu um­tals­verðar tekj­ur. Leif­ur tel­ur völl­inn ekki nauðsyn­leg­an vegna sjúkra­flugs enda stutt að keyra til Ak­ur­eyr­ar frá Sigluf­irði. Hins­veg­ar sé mik­il­vægt fyr­ir ferðaþjón­ustu og annað að viðhaldi á vell­in­um verði sinnt.

 

Und­an­farið hef­ur mikið verið rætt um mik­il­vægi upp­bygg­ing­ar ferðamannastaða enda er þess þörf sök­um vax­andi straums ferðamanna hingað til lands. Rætt hef­ur verið um að fjár­fram­lög til slíkr­ar upp­bygg­ing­ar ætti að auka og því kem­ur lok­un vall­ar­ins flatt upp á aðila í ferðaþjón­ustu á Sigluf­irði.

Ekki tekið til­lit til hags­munaaðila

Að sögn Ró­berts Guðfinns­son­ar, stjórn­ar­for­manns Rauðku ehf. á Sigluf­irði, var tek­in ein­hliða ákvörðun um lok­un­ina og að ekki hafi verið rætt við aðila sem hugs­an­lega hefðu hags­muna að gæta í tengsl­um við völl­inn. Eng­in grein­ing var gerð á hvort aðilar í ferðaþjón­ustu gerðu ráð fyr­ir flug­vell­in­um í áform­um sín­um. Ró­bert seg­ir að vell­in­um hafi ekki verið viðhaldið á und­an­förn­um árum og sé því í mik­illi niðurníðslu. Ró­bert tel­ur að flug­völl­ur­inn muni í framtíðinni eiga sinn þátt í að efla ferðaþjón­ustu og upp­bygg­ingu á svæðinu.

„Von­andi er þetta ekki það sem koma skal. Rík­is­valdið er enn einu sinni að draga úr fjár­veit­ing­um til lands­byggðar­inn­ar. Skondið að fá þessa send­ingu ofan í 17. júní-ræðu for­sæt­is­ráðherra þar sem hann hvatti til auk­inn­ar fjár­fest­ing­ar og efl­ing­ar lands­byggðar­inn­ar,“ seg­ir Ró­bert.


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst