Niðamyrkur og rafmagnið farið
Rafmagnið rofnaði á Siglufirði og að er virðist bróðurparti norðurlands rétt í þessu eða um klukkan 22:45 enda hvassviðri orðið mikið. Eins og sést á myndinni er lítið að sjá en verið er að huga að smábátum í höfninni.
Íbúar voru greinilega margir hverjir viðbúnnir þessu og mátti víða sjá tíru vasaljósa í gluggum. Einu ljósin sem nú sjást eru neyðarljós opinberra bygginga og hótels eða gistiheimila ásamt bátanna sem dansa um í smábátahöfninni.
Ekki er vitað hvenær rafmagn kemur aftur á en veður er með verra móti á svæðinu núna.
Athugasemdir