Ninni hćttir sem vörubílstjóri

Ninni hćttir sem vörubílstjóri Sigurjón Steinsson hefur selt kranabíl sinn af Scania gerđ sem hann hefur átt síđan 1983. Ţrjátíu og eins árs samfylgd

Fréttir

Ninni hćttir sem vörubílstjóri

Sigurjón Steinsson hefur selt kranabíl sinn af Scania gerð sem hann hefur átt síðan 1983.

 

Þrjátíu og eins árs samfylgd þeirra lauk 29. ágúst sl þegar nýr eigandi vestan frá Ísafirði sótti vörubílinn. Ninni er frá bænum Hring í Fljótum og kom akandi yfir Siglufjarðarskarð vorið 1961 strax og snjómokstri lauk og vegurinn varð fær. Síðan hefur hann búið á Siglufirði með eiginkonu sinni Svölu Bjarnadóttur, eiga þau tvo syni. 


Þegar Ninni hóf störf á bílastöðinn við Torgið ´61 voru 28 vörubílar á stöðinni. Fjórtán árum fyrr, í Hvalfjarðarsíldinni 1947, voru yfir fjörtíu vörubílar í akstri á Siglufirði. Nú eftir að Scanía Ninna fluttist vestur er aðeins einn vörubílsstjóri eftir sjálfstætt starfandi í bænum, Árni Haraldsson.

 

Ninni hefur um árabil sett svip á bæjarlífið sem harmonikuleikari með Ómari Haukssyni bassaleikara og hljómsveitinni Heldri mönnum.

 

Þá hefur Ninni verið í tvö sumur verið aðalspilarinn á síldarbryggju Síldarminjasafnsins og spilað þar fyrir þúsundir ferðamanna.

 - ök


Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst