Orri Vigfússon vill taka yfir flugvöllinn á Siglufirði
Samkvæmt vef mbl.is vill athafnamaðurinn Orri Vigfússon segir að hann og nokkrir félagar hans vilji helst fá að taka yfir flugvöllinn á Siglufirði, en ISAVIA lokaði vellinum í júlí síðastliðnum vegna hagræðingar.
Orri er að reisa 1.500 fermetra veiði- og skíðahús í Fljótum í Skagafirði, þar sem lax- og silungsveiðimenn geta haft heilsársaðstöðu, og hefur Orri flogið gestum sínum til Siglufjarðar.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðin í dag segir Orri, að það væri langskynsamlegasta lausnin að taka völlinn yfir, en að sér skiljist að viðræður séu nú yfirstandandi á milli Siglufjarðarbæjar og ISAVIA um hvort það sé möguleiki.
Athugasemdir