Rjúkandi ráđ hjá Leikfélagi Sauđárkróks

Rjúkandi ráđ hjá Leikfélagi Sauđárkróks Sunndaginn 27. apríl nćstkomandi, frumsýnir Leikfélag Sauđárkróks gamanleikinn Rjúkandi ráđ eftir Jónas Árnason og

Fréttir

Rjúkandi ráđ hjá Leikfélagi Sauđárkróks

Innsent efni.

Sunndaginn 27. apríl næstkomandi, frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Rjúkandi ráð eftir Jónas Árnason og Stefán Jónsson, með þekktum lögum eftir Jón Múla Árnason.

Í gamanleiknum, sem stundum hefur verið kallaður smákrimmaóperetta, fáum við að kynnast Stefáni Þ. Jónssyni veitingamanni og lánveitanda, en hann rekur veitingahúsið Stebbakaffi. Hann leggur á ýmis ráð til að græða peninga og verða áhorfendur vitni að fegurðasamkeppni, bruna og tryggingarsvindli. Inní þetta flettast þekktir söngdansar Jóns Múla Árnasonar.

12 leikarar bregða sér í gervi lögregluþjóna, smáglæpona og fegurðadísa en alls koma um 20 manns að uppsetningunni. Leikstjóri er Jóel Ingi Sæmundsson.

Sýnt verður í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki og frumsýnt á opnunadegi Sæluviku Skagfirðinga sunnudaginn 27. apríl kl. 20.00.

 

Sýningarplan eru eftirfarandi:

 

Frumsýning sunnudag 27/4 kl. 20
2. sýning þriðjudag 29/4 kl. 20
3. sýning miðvikudag 30/4 kl. 20
4. sýning föstudag 2/5 kl. 23 (miðnætursýning)
5. sýning laugardag 3/5 kl. 17
6. sýning sunnudag 4/5 kl. 20
7. sýning miðvikudag 7/5 kl. 20 
8. sýning laugardag 10/5 kl. 16 uppseld fyrir félag eldri borgara
9. sýning sunnudag 11/5 kl. 20 (lokasýning)

Miðasala er opin frá 16-20 virka daga og einnig 40 mínútur fyrir sýningu og þá bæði í síma og í Bifröst. Miðasölusíminn 8499434

Miðaverð : 2500 kr

Miðaverð fyrir hópa (10 eða fleiri), eldri borgara og öryrkja : 2200 kr


Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst