Rjúkandi ráđ hjá Leikfélagi Sauđárkróks
Innsent efni.
Sunndaginn 27. apríl næstkomandi, frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Rjúkandi ráð eftir Jónas Árnason og Stefán Jónsson, með þekktum lögum eftir Jón Múla Árnason.
Í gamanleiknum, sem stundum hefur verið kallaður smákrimmaóperetta, fáum við að kynnast Stefáni Þ. Jónssyni veitingamanni og lánveitanda, en hann rekur veitingahúsið Stebbakaffi. Hann leggur á ýmis ráð til að græða peninga og verða áhorfendur vitni að fegurðasamkeppni, bruna og tryggingarsvindli. Inní þetta flettast þekktir söngdansar Jóns Múla Árnasonar.
12 leikarar bregða sér í gervi lögregluþjóna, smáglæpona og fegurðadísa en alls koma um 20 manns að uppsetningunni. Leikstjóri er Jóel Ingi Sæmundsson.
Sýnt verður í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki og frumsýnt á opnunadegi Sæluviku Skagfirðinga sunnudaginn 27. apríl kl. 20.00.
Sýningarplan eru eftirfarandi:
Frumsýning sunnudag 27/4 kl.
20
2. sýning þriðjudag 29/4 kl. 20
3. sýning miðvikudag 30/4 kl. 20
4. sýning föstudag 2/5 kl. 23 (miðnætursýning)
5. sýning laugardag 3/5 kl. 17
6. sýning sunnudag 4/5 kl. 20
7. sýning miðvikudag 7/5 kl. 20
8. sýning laugardag 10/5 kl. 16 uppseld fyrir félag eldri borgara
9. sýning sunnudag 11/5 kl. 20 (lokasýning)
Miðasala er opin frá 16-20 virka daga og einnig 40 mínútur fyrir sýningu og þá bæði í síma og í Bifröst. Miðasölusíminn 8499434
Miðaverð
: 2500 kr
Miðaverð fyrir hópa (10 eða fleiri), eldri borgara og öryrkja : 2200 kr
Athugasemdir