Endurreisn Salthússins á lóð Síldarminjasafnsins

Endurreisn Salthússins á lóð Síldarminjasafnsins Fyrsta skóflustungan hefur verið tekin og grafið fyrir sökklum. Að sögn Örlygs Kristfinnssonar hafa

Fréttir

Endurreisn Salthússins á lóð Síldarminjasafnsins

Fyrsta skóflustungan hefur verið tekin og grafið fyrir sökklum.
 
Að sögn Örlygs Kristfinnssonar hafa verið farnar nokkrar ferðir á geymslustað hússins á Akureyri. Þann 13. júni hófst flutningur húspartanna. Svo stórt er þetta og erfitt viðureignar að enginn annar flutningsmáti var fyrir hendi en sjóleiðina með skipi. Gunnar Júlíusson er þá bjargvætturinn eins og svo oft áður. Í þessari fyrstu ferð voru bara teknar gólf- og lofteiningar. Siglingin tók sex tíma hvora leið. Í næstu viku er svo stefnt að því að flytja veggeiningar og mikla bitastæðu.
 
"Til þess að þetta allt geti tekist þarf góðan tækjabúnað sem flýtur á grasi, malbiki og sjó og ekki síður mikinn áhuga, skipulagsgáfu og velvilja manna í kringum okkur - og það er ekki skortur á slíku frekar en áður þegar mikið liggur við hér á safinu" segir Örlygur.
 
Þetta verður vafalaust glæsilegt hús og þökkum við Örlygi kærlega fyrir upplýsingarnar og myndirnar.

 

 
 
salthúsiðHér er verið að hífa einingarnar upp á bíl til að flytja þær um borð í prammann.
 
salthúsiðEiningarnar komnar í prammann.
 
salthúsiðKomnir til baka kl 04:00 að nóttu.
 

Hér er svo myndband sem Steingrímur Kristinsson gerði þegar skóflustungan var tekin.



Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst