Siglfirðingakaffi

Siglfirðingakaffi 25. maí síðastliðinn var hið árlega Siglfirðingakaffi í Grafarvogskirkju. Eins og oft áður þegar Siglfirðingakaffið er haldið var

Fréttir

Siglfirðingakaffi

25. maí síðastliðinn var hið árlega Siglfirðingakaffi í Grafarvogskirkju.
 
Eins og oft áður þegar Siglfirðingakaffið er haldið var kirkjan þétt setin og að sjálfsögðu tillti ég mér á aftasta bekk og tók nokkrar myndir.
 
Á undan Siglfirðingakaffinu var messa og ræða.
 
Séra Vigfús Þór Árnason og Hólmfríður Ólafsdóttir djákni þjónuðu fyrir altari.
 
Um ræðuna sá Björn Jónasson fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Það var auðséð að fólki líkaði ræðan og fólk skemmti sér konunglega við það að hlusta á Björn.
 
Kirkjukór Siglufjarðar söng undir stjórn Antoniu Hevesi og Hlöðver Sigurðsson og Þorsteinn Bjarnason sungu einsöng.
 
Árgangar 1954, 64, 74, og "84 sáu um Siglfirðingakaffið sem var að messu lokinni og var hið glæsilegasta.
 
siglfirðingamessaGunnar Trausti var eldhress og kátur.
 
siglfirðingamessaÞað vantaði ekkert upp á veitingarnar.
 
siglfirðingamessaÞað var vel mætt í messuna. 
 
siglfirðingamessaBjörn Jónasson.
 
siglfirðingamessaBirkir Jón Jónsson.
 
siglfirðingamessaÁlfhildur og Valbjörn.
 
siglfirðingamessaHlöðver Sigurðsson.
 
siglfirðingamessaFeðgar.Viðar Ottesen og Jóhann Ottesen. Viðar er semsagt faðir Jóa og er til vinstri á mynd.
 
siglfirðingamessaBrynja Svavarsdóttir og Ingibjörg Halldórsdóttir.
 
 
 
 
 
 
 
 

Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst