Skíða og útsýnisferðir á Múlakollu og Hólkotshyrnu

Skíða og útsýnisferðir á Múlakollu og Hólkotshyrnu Þeir Þórður Gumundsson og Elís Hólm Þórðarson hafa sótt um leifi til fólksflutninga á Múlakolu og

Fréttir

Skíða og útsýnisferðir á Múlakollu og Hólkotshyrnu

Mynd fengin á vef Fjallabyggðar
Mynd fengin á vef Fjallabyggðar

Þeir Þórður Gumundsson og Elís Hólm Þórðarson hafa sótt um leifi til fólksflutninga á Múlakolu og Hólkotshyrnu. Tilgangurinn er að setja af stað skíða og útsýisferðir með sérútbúnum snjótroðara. 

Mikil uppbygging hefur verið í ferðþjónustu í Fjallabyggð frá opnun Héðinsfjarðarganga og er framtak þeirra Þórðar og Elísar góð viðbót við þá flóru afþreyinga sem í boði er á svæðinu. Er þetta góður kostur fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga á fjöllin á fjallaskíðum, þá er þetta einnig mun ódýrari kostur en að ferðast með þyrlu og gefur þannig fleiri áhugasömum skíðamönnum færi á að skíða utan almennra skíðasvæða.

Erindi Þórðar og Elísar var tekið fyrir á  fundi Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar þann 17. mars en bæjarráð vísaði erindinu til umfjöllunar í nefndinni. 

"Á fund nefndarinnar mætti Þórður Guðmundsson til að kynna nánar hugmyndir að fólksflutningum á fjöll. Leitað er eftir heimild fyrir að ferja fólk upp í Múlakollu í Ólafsfjarðarmúla og Burstabrekkudal og Hólkotshyrnu í Ólafsfirði. Fari svo að leyfi fáist er stefnt að því að hefja ferðir veturinn 2014-2015.  Laga þarf vegaslóða þessu tengdu og er óskað heimildar til að sjá um það. 
 
Markaðs- og menningarnefnd tók jákvætt erindið og leggur til við bæjarráð að afnot af landi sé heimiluð, af því gefnu að haft verði samráð við tæknideild varðandi slóðagerð og sótt verði um leyfi til skipulags- og umhverfisnefndar".

Athugasemdir

26.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst